Sváfu tíu nætur heima síðastliðið ár

Eurovision | 19. maí 2022

Sváfu tíu nætur heima síðastliðið ár

Liðsmenn sveitarinnar Måneskin hafa verið önnum kafnir síðan þeir unnu Eurovision söngvakeppnina á síðasta ári. Hefur sveitin verið á stöðugu ferðalagi og giskaði Victoria De Angelis bassaleikari á að þau hafi í mesta lagi sofið tíu nætur í heima síðastliðið árið. 

Sváfu tíu nætur heima síðastliðið ár

Eurovision | 19. maí 2022

Thomas Raggi, Victoria De Angelis, Damiano David og Ethan Torchio …
Thomas Raggi, Victoria De Angelis, Damiano David og Ethan Torchio segjast hafa sofið í mesta lagi tíu nætur heima hjá sér undanfarið árið. AFP

Liðsmenn sveitarinnar Måneskin hafa verið önnum kafnir síðan þeir unnu Eurovision söngvakeppnina á síðasta ári. Hefur sveitin verið á stöðugu ferðalagi og giskaði Victoria De Angelis bassaleikari á að þau hafi í mesta lagi sofið tíu nætur í heima síðastliðið árið. 

Liðsmenn sveitarinnar Måneskin hafa verið önnum kafnir síðan þeir unnu Eurovision söngvakeppnina á síðasta ári. Hefur sveitin verið á stöðugu ferðalagi og giskaði Victoria De Angelis bassaleikari á að þau hafi í mesta lagi sofið tíu nætur í heima síðastliðið árið. 

Hljómsveitin ítalska ræddi  við BBC í Tórínó á Ítalíu á dögunum en þau komu fram á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. 

Í kjölfar þess að þau unnu Eurovision vermdi lag þeirra Zitti E Buoni efstu sæti topplista víða um heim. Þau fóru á tónleikaferðalag með Rolling Stones og spiluðu í Saturday Night Live í Bandaríkjunum.

mbl.is