Annar áfangi herferðar hefst í sumar

MeT­oo - #Ég líka | 20. maí 2022

Annar áfangi herferðar hefst í sumar

Starfshópur um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi hefur skilað Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra fyrstu stöðuskýrslu sinni sem hefur að geyma tíu megintillögur og áhersluatriði.

Annar áfangi herferðar hefst í sumar

MeT­oo - #Ég líka | 20. maí 2022

Markmiðið er að fjölga tilkynningum en fækka brotum.
Markmiðið er að fjölga tilkynningum en fækka brotum. mbl.is/Árni Sæberg

Starfshópur um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi hefur skilað Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra fyrstu stöðuskýrslu sinni sem hefur að geyma tíu megintillögur og áhersluatriði.

Starfshópur um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi hefur skilað Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra fyrstu stöðuskýrslu sinni sem hefur að geyma tíu megintillögur og áhersluatriði.

Meðal þeirra er vitundarvakning dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila gegn kynferðisofbeldi, efling ofbeldisgáttar 112, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðaáætlun vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundin birting tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Leggja áherslu á viðburði í sumar

Fyrsta áfanga vitundarvakningar dómsmálaráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila gegn kynferðisofbeldi er nú lokið en áfanginn hófst í byrjun mars.  

Í herferðinni var almenningur hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og náði hún til yfir 200 þúsund manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla. Þá hafa þúsundir heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Markmiðið er að fjölga tilkynningum og fækka brotum en kannanir benda til þess að aðeins lítill hluti kynferðibrota sé tilkynntur til lögreglunnar.

„Starfshópurinn leggur til að annar áfangi herferðarinnar hefjist í sumar með áherslu á hina fjölmörgu viðburði og hátíðir víðs vegar um land með hvatningu um „Góða skemmtun“ án ofbeldis. Einnig verði miðlað fræðslu til starfsmanna skemmtistaða um það hvernig best megi tryggja öryggi gesta. Hvatningunni „Góða skemmtun“ í þessu samhengi er ætlað að ramma það inn að hátíðir eiga að vera ánægjulega samkomur og er hvatningunni stillt upp gegn ofbeldi af öllu tagi á skemmtunum og bæjarhátíðum landsins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is