Geta vísað úr landi vegna afnáms sóttvarnareglna

Flóttafólk á Íslandi | 20. maí 2022

Geta vísað úr landi vegna afnáms sóttvarnareglna

Á síðustu dögum hafa fjöldamörg lönd afnumið reglur um sóttvarnir á landamærum sínum svo sem kröfur um framvísun vottorðs um bólusetningu gegn Covid-19 eða neikvæða sýnatöku.

Geta vísað úr landi vegna afnáms sóttvarnareglna

Flóttafólk á Íslandi | 20. maí 2022

Það sem af er ári hafa 1.586 einstaklingar sótt um …
Það sem af er ári hafa 1.586 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 1.027 einstaklingar frá Úkraínu. AFP/Wojtek RADWANSKI

Á síðustu dögum hafa fjöldamörg lönd afnumið reglur um sóttvarnir á landamærum sínum svo sem kröfur um framvísun vottorðs um bólusetningu gegn Covid-19 eða neikvæða sýnatöku.

Á síðustu dögum hafa fjöldamörg lönd afnumið reglur um sóttvarnir á landamærum sínum svo sem kröfur um framvísun vottorðs um bólusetningu gegn Covid-19 eða neikvæða sýnatöku.

Um 250 einstaklingar sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd dvelja enn hér á landi án heimildar því ekki hefur verið hægt að frávísa þeim vegna þess að þeir hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna, að því er segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

„Íslensk stjórnvöld hafa hvorki haft heimild til að krefja einstaklingana um sýnatöku né afhendingu vottorða og því hefur ekki verið unnt að framkvæma ákvarðanir stjórnvalda um frávísun frá landinu nema með samþykki einstaklinganna sjálfra. Afnám sóttvarnareglna á landamærum þýðir að nú er aftur hægt að framkvæma ákvarðanir stjórnvalda um frávísun til viðkomandi ríkja,“ kemur fram í tilkynningunni.

Þeim sem fengið hafa synjun um alþjóðlega vernd er nú boðið að yfirgefa landið sjálfir en þeir sem ekki þiggja það boð munu fara í fylgd lögreglu.

Það sem af er ári hafa 1.586 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 1.027 einstaklingar frá Úkraínu. Á síðustu árum hafa árlega um 900 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi.

mbl.is