Konum að kenna, séu þær óánægðar

Heilsurækt | 22. maí 2022

Konum að kenna séu þær óánægðar

Andrea Sunshine er 53 ára líkamsræktarkona í London. Hún fer í ræktina sex sinnum í viku og segir unga menn elta sig á röndum.

Konum að kenna séu þær óánægðar

Heilsurækt | 22. maí 2022

Þessi er 53 ára og segir konur þurfa að hafa …
Þessi er 53 ára og segir konur þurfa að hafa fyrir því til að líta unglega út. Skjáskot/Instagram

Andrea Sunshine er 53 ára líkamsræktarkona í London. Hún fer í ræktina sex sinnum í viku og segir unga menn elta sig á röndum.

Andrea Sunshine er 53 ára líkamsræktarkona í London. Hún fer í ræktina sex sinnum í viku og segir unga menn elta sig á röndum.

„Ef konur eru ekki ánægðar með eitthvað, þá er það þeim sjálfum að kenna,“ segir Sunshine.

„Þær konur sem kvarta yfir því að líta ellilega út geta aðeins sjálfum sér um kennt og þurfa að fara meira í ræktina. Þetta snýst allt um viðhorf og að velja rétt. Líkamsræktin bætir lífið, bæði líkamlega og andlega.“

Sunshine ver um það bil þremur klukkustundum í ræktinni í senn. Hún er stöðugt að breyta rútínunni og ögra sjálfri sér. Þegar hún skildi, fann hún ástríðu sína í líkamsrækt. 

„Eftir að hafa varið mörgum árum í að vera ein og leita að sjálfri mér, þá hefur mér loks tekist það. Ég er tilbúin í samband með einhverjum sem er áhugaverður og ástríðufullur.“

Sunshine segist fá mikla athygli frá ungum mönnum. 

„Mér líkar öll þessi athygli, ég er stolt af sjálfri mér og þessi athygli valdeflir mig. En ég hrífst hins vegar ekki af ungum mönnum. Ég dregst að gráhærðum mönnum en auðvitað snýst þetta allt um aðdráttaraflið frekar en aldur. Þetta er spurning um að líða vel í eigin skinni. Mín reynsla segir mér þó að eldri menn séu meira í tengslum við þarfir kvenna. Þeir yngri hafa meiri áhyggjur af sjálfum sér, þótt þeir séu ferskari.“

Sunshine byrjar hvern dag á próteinhristingi. Í hádeginu fær hún sér kolvetnisríka máltíð en á kvöldin borðar hún meira prótein. Á sumrin borðar hún einungis hráfæði. Uppáhaldsæfingin hennar eru froskahopp (e. burpees).

mbl.is