Segja bóluefnið öruggt fyrir fimm ára og yngri

Kórónuveiran COVID-19 | 23. maí 2022

Segja bóluefnið öruggt fyrir fimm ára og yngri

Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 sjúkdómnum, er öruggt til notkunar fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára, ef það er gefið í þremur skömmtum, samkvæmt tilkynningu fyrirtækjanna í dag.

Segja bóluefnið öruggt fyrir fimm ára og yngri

Kórónuveiran COVID-19 | 23. maí 2022

Klínískar rannsóknir á vegum Pfozer og BioNTech benda til þess …
Klínískar rannsóknir á vegum Pfozer og BioNTech benda til þess að bóluefnið sé öruggt í notkun fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára. AFP/Frederic J. Brown

Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 sjúkdómnum, er öruggt til notkunar fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára, ef það er gefið í þremur skömmtum, samkvæmt tilkynningu fyrirtækjanna í dag.

Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 sjúkdómnum, er öruggt til notkunar fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára, ef það er gefið í þremur skömmtum, samkvæmt tilkynningu fyrirtækjanna í dag.

Fréttirnar berast nú þegar Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) er að skipuleggja fundi á næstu vikum til að meta hvort að heimila eigi bóluefni gegn Covid-19 fyrir þann aldurshóp. 

Sterk ónæmissvörun

Niðurstöður klínískrar rannsóknar sem voru á vegum fyrirtækjanna, benda til að öruggt sé að gefa börnum bóluefnið í þremur skömmtum sem hver er þrjú míkrógrömm en það vakti sterka ónæmissvörun. Þá voru aukaverkanir svipaðar meðal rannsóknarhópsins sem fékk bóluefnið og rannsóknarhópsins sem fékk lyfleysu.

Fyrstu niðurstöður benda til þess að bóluefnið hafi 80,3% virkni.

Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur skipulagt þrjá fundi í júní þar sem sérfræðingar munu hittast og líklega taka ákvörðun um að heimila bóluefnið fyrir aldurshópinn. Þá verður einnig tekin ákvörðun um bóluefni Moderna fyrir börn undir sex ára aldri, sem er gefið í tveimur skömmtum.

mbl.is