Trump hafi sagst íhuga að hætta við

Trump hafi sagst íhuga að hætta við

Donald trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist íhuga að hætta við forsetaframboð sitt árið 2016 eftir að upptöku var lekið þar sem hann heyrðist stæra sig af því að grípa konur í kynfærin, að sögn fyrrverandi kosningastjóra Trumps. 

Trump hafi sagst íhuga að hætta við

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 23. maí 2022

Donald Trump Bandaríkjaforseti með fyrrum kosningastjóra sínum Kellyanne Conway.
Donald Trump Bandaríkjaforseti með fyrrum kosningastjóra sínum Kellyanne Conway. AFP

Donald trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist íhuga að hætta við forsetaframboð sitt árið 2016 eftir að upptöku var lekið þar sem hann heyrðist stæra sig af því að grípa konur í kynfærin, að sögn fyrrverandi kosningastjóra Trumps. 

Donald trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist íhuga að hætta við forsetaframboð sitt árið 2016 eftir að upptöku var lekið þar sem hann heyrðist stæra sig af því að grípa konur í kynfærin, að sögn fyrrverandi kosningastjóra Trumps. 

Kosningastjórinn heitir Kellyanne Conway en hún mun á morgun gefa út endurminningabók. Hefur netmiðillinn The Daily Beast þessa bók undir höndum og hefur opinberað að hluta þær upplýsingar sem þar koma fram. 

Conway segir í bókinni að þau Trump hafi rætt um framtíð framboðs hans eftir að honum bárust fregnir af því að repúblikanar gætu þvingað hann til þess að hætta eða kosið um brottkvaðningu hans vegna ummælanna sem tekin voru upp áratug fyrr. 

„Ætti ég að hætta við?“ spurði Trump Conway, samkvæmt því sem kemur fram í bókinni.

Sagði Trump að hann gæti ekki hætt við

Lýsing Conway er í algjörri mótsögn við það sem Trump sjálfur sagði opinberlega eftir að upptökunni var lekið. Hann sagði í samtali við Wall Street Journal 8. október 2016 að það væru „engar líkur“ á því að hann myndi hætta.

„Ég gefst aldrei upp,“ bætti hann við. 

Í bókinni segir Conway að hún hafi ekki verið viss um það hvort Trump hafi verið að prófa hana með ummælum sínum eða hvort þau hafi verið sögð í einlægni. Hún segist hafa vísað hugmynd hans um að hætta alfarið frá. 

„Þú getur það í rauninni ekki,“ segir Conway að hún hafi sagt. „Nema þú viljir missa allt og henda því til Hillary [Clinton, hins forsetaframbjóðandans].“

mbl.is