Airbnb lokar í Kína

Kórónuveiran COVID-19 | 24. maí 2022

Airbnb lokar í Kína

Gisti- og ferðaþjónusturisinn Airbnb hefur ákveðið að loka starfsemi sinni í Kína vegna sóttvarnatakmarkana þar, sem virðast engan enda ætla að taka. Hefur franska fréttaveitan AFP þetta eftir ónefndum heimildamanni.

Airbnb lokar í Kína

Kórónuveiran COVID-19 | 24. maí 2022

Airbnb lokar í Kína vegna sóttvarnatakmarkana þar. Landið hefur einsett …
Airbnb lokar í Kína vegna sóttvarnatakmarkana þar. Landið hefur einsett sér að útrýma kórónuveirunni. mbl.is/Reuters

Gisti- og ferðaþjónusturisinn Airbnb hefur ákveðið að loka starfsemi sinni í Kína vegna sóttvarnatakmarkana þar, sem virðast engan enda ætla að taka. Hefur franska fréttaveitan AFP þetta eftir ónefndum heimildamanni.

Gisti- og ferðaþjónusturisinn Airbnb hefur ákveðið að loka starfsemi sinni í Kína vegna sóttvarnatakmarkana þar, sem virðast engan enda ætla að taka. Hefur franska fréttaveitan AFP þetta eftir ónefndum heimildamanni.

Airbnb mun ekki lengur bóka húsnæði eða afþreyingu í Kína en mun heldur beita sér fyrir ferðalögum utan landsins. Airbnb hefur ekki viljað tjá sig um málið enn þá.

Hafa hýst 25 milljónir gesta

Airbnb var fyrst opnað í Kína fyrir sex árum og hefur bókað gistingu þar fyrir ríflega 25 milljónir gesta. Á undanförnum árum hefur aðeins 1% af heildarbókunum Airbnb átt sér stað í Kína. Fyrirtækið sætir nokkurri samkeppni í Kína en takmarkanir vegna faraldurs kórónuveiru, sem sumir halda fram að sé lokið, hafa sett strik í reikninginn. 

Kína hefur haldið til streitu þeirri stefnu að útrýma veirunni (e. zero-Covid policy) og hafa því margar borgir þurft að sæta útgöngubanni og öðrum hörðum takmörkunum. Hafa takmarkanirnar verið hvað harðastar í Sjanghæ og Peking, sem hefur haft lamandi áhrif á hagkerfið.

mbl.is