Ekki samstaða í ríkisstjórn um brottvísanirnar

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2022

Ekki samstaða í ríkisstjórn um brottvísanirnar

„Nei það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun,” sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra spurður í tíufréttum á RÚV út í ummæli Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að algjör samstaða væri í ríkisstjórninni um mál 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi.

Ekki samstaða í ríkisstjórn um brottvísanirnar

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2022

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Nei það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun,” sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra spurður í tíufréttum á RÚV út í ummæli Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að algjör samstaða væri í ríkisstjórninni um mál 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi.

„Nei það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun,” sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra spurður í tíufréttum á RÚV út í ummæli Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að algjör samstaða væri í ríkisstjórninni um mál 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi.

Hann sagðist hafa bent á að liðinn væri talsverður tími hjá sumum síðan að brottvísunarákvörðun var tekin og að líta þurfi til þessa hóps. Hvort sérstakar aðstæður séu fyrir hendi, börn sem hafa búið hér lengi og mögulega sé einnig fatlað og veikt fólk í hópnum.

Fleiri ráðherrar hafi gert athugasemd

Þá sagðist hann ekki vera eini ráðherrann sem hafi gert athugasemdir við þetta mál en hann vildi ekki gefa upp hverjir það voru.

Guðmundur sagði að í sínum huga væri þetta rangt og að hann fylgdi mannúðlegri útlendingastefnu VG. Þá ítrekaði hann að taka þyrfti málið til sérstakrar skoðunar og að greina þyrfti hópinn betur „þannig að við sjáum betur hvort þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort einhver þeirra geti fengið vernd hér á Íslandi,“ sagði hann.

Að lokum sagði hann það næsta skref að reyna að ná niðurstöðu í ríkisstjórninni eins og í öllum málum þar sem er ekki eining.

„Ég hef fulla trú á því að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur,“ bætti hann við.

mbl.is