Minnist þriggja stórra skjálfta

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. maí 2022

Minnist þriggja stórra skjálfta

Mirko, kallaður Mikki, kippir sér lítið upp við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga að undanförnu.

Minnist þriggja stórra skjálfta

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. maí 2022

Mirko kippir sér lítið upp við jarðskjálftahrinuna.
Mirko kippir sér lítið upp við jarðskjálftahrinuna. mbl.is/Hákon Pálsson

Mirko, kallaður Mikki, kippir sér lítið upp við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga að undanförnu.

Mirko, kallaður Mikki, kippir sér lítið upp við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga að undanförnu.

Hann er af serbnesku bergi brotinn og flutti til Íslands frá gömlu Júgóslavíu fyrir 23 árum síðan. Síðustu árin hefur hann starfað í Nettó í Grindavík þar sem hann sér um bátakostinn, þ.e. að koma vörum í skip og báta. Áður starfaði hann lengi við netagerð.

„Þetta hefur verið smá leiðinlegt. Ég á hús á fyrstu hæð en er ekki mjög stressaður. Ég var það smá í byrjun en ekki mikið núna,“ segir hann í stuttu samtali í versluninni við blaðamann.

Jörð skelfur víðar en á Íslandi. Aðspurður minnist Mikki þriggja stórra jarðskjálfta í gömlu Júgóslavíu. Tveir urðu á sjöunda áratug síðustu aldar. Annar þeirra reið yfir Skopje, höfuðborg Makedóníu, og hinn varð í Bosníu. Sá þriðji varð í Svartfjallalandi seint á áttunda áratugnum. Jafnframt minnist hann skjálfta nýverið í austurhluta Bosníu þar sem stúlka lét lífið.

„Það er alltaf eitthvað í gangi,“ segir hann.

Spurður segir hann að einungis nokkrir hlutir hafi dottið úr hillum í versluninni vegna jarðskjálftanna fyrir eldgosið í Geldingadölum. Ekkert hafi aftur á móti fallið til jarðar frá því að nýjasta hrinan hófst.

mbl.is