Fleiri fá að ferðast til Japan

Kórónuveiran Covid-19 | 26. maí 2022

Fleiri fá að ferðast til Japan

Japönsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að opna landið fyrir ferðamönnum frá 36 löndum frá og með 10. júní en landið hefur verið lokað fyrir ferðamönnum síðustu tvö ár, nánast frá upphafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Fleiri fá að ferðast til Japan

Kórónuveiran Covid-19 | 26. maí 2022

Enn ríkir grímuskylda í Japan.
Enn ríkir grímuskylda í Japan. AFP/PhilipFong

Japönsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að opna landið fyrir ferðamönnum frá 36 löndum frá og með 10. júní en landið hefur verið lokað fyrir ferðamönnum síðustu tvö ár, nánast frá upphafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Japönsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að opna landið fyrir ferðamönnum frá 36 löndum frá og með 10. júní en landið hefur verið lokað fyrir ferðamönnum síðustu tvö ár, nánast frá upphafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Ferðamönnum verður þó aðeins hleypt inn til landsins í ferðahópum.

Í síðustu viku var greint frá því að stjórn­völd í Jap­an höfðu ákveðið að leyfa ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Tælandi og Singapúr að koma í fámennar hópferðir til landsins.

Meðal þeirra landa sem ferðamenn eru nú leyfðir frá eru Bretland, Spánn, Kanada, Sádi-Arabía og Malasía. 

Skilyrði er að ferðamenn fari í PCR-próf áður en þeir ferðast til landsins, jafnframt þurfa sumir að fara aftur í PCR-próf við komuna til landsins.

mbl.is