Elísabet farin í stutt frí til Skotlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. maí 2022

Elísabet farin í stutt frí til Skotlands

Elísabet Bretadrottning er farin í stutt frí til Skotlands. Ferðinni var heitið til Balmoral í Skotlandi en þar er Elísabet vön að verja sumarfríum sínum. Fríið núna er þó líka hugsað sem slökun fyrir drottninguna. 

Elísabet farin í stutt frí til Skotlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. maí 2022

Elísabet Bretadrottning skrapp í stutt frí.
Elísabet Bretadrottning skrapp í stutt frí. AFP

Elísabet Bretadrottning er farin í stutt frí til Skotlands. Ferðinni var heitið til Balmoral í Skotlandi en þar er Elísabet vön að verja sumarfríum sínum. Fríið núna er þó líka hugsað sem slökun fyrir drottninguna. 

Elísabet Bretadrottning er farin í stutt frí til Skotlands. Ferðinni var heitið til Balmoral í Skotlandi en þar er Elísabet vön að verja sumarfríum sínum. Fríið núna er þó líka hugsað sem slökun fyrir drottninguna. 

Hin 96 ára gamla drottning er sögð hafa farið til Balmoral í gær, fimmtudag. Í byrjun júní fara fram fjögurra daga hátíðarhöld í Bretlandi í tilefni 70 ára drottningarafmæli hennar. Heimildarmaður People segir að stutta fríið sé hugsað til þess að drottningin nái að hlaða batteríin fyrir komandi hátíðarhöld. Gert er ráð fyrir að Elísabet muni mæta á nokkra stóra viðburði í tengslum við hátíðarhöldin. 

Balmoral-kastali í Skotlandi er í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu. Hún unir sér hvergi betur en í Skotlandi. 

Það eru ekki bara hátíðarhöld í vændum hjá drottningunni. Gert er ráð fyrir fagnaðarfundum í nánustu fjölskyldu hennar þar sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafa boðað komu sína til Bretlands. 

Elísabet í góðum gír í maí.
Elísabet í góðum gír í maí. AFP
mbl.is