Segjast hafa náð tökum á faraldrinum

Kórónuveiran COVID-19 | 27. maí 2022

Segjast hafa náð tökum á faraldrinum

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa náð tökum á mik­illi út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar þar í landi.

Segjast hafa náð tökum á faraldrinum

Kórónuveiran COVID-19 | 27. maí 2022

Apótek í höfuðborginni eru vöktuð af hermönnum.
Apótek í höfuðborginni eru vöktuð af hermönnum. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa náð tökum á mik­illi út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar þar í landi.

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa náð tökum á mik­illi út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar þar í landi.

Sérfræðingar efast þó um opinberar tölur ríkisins séu réttar, þar sem að heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er eitt það versta í heiminum. Líklegt þykir að bóluefni gegn veirunni sé ekki til í ríkinu og þá hafi yfirvöld ekki getu til að skima mikinn fjölda íbúa.

Ríkisfjölmiðill Norður Kóreu (KCNA) greinir frá því að „framförum“ hafi verið náð í að greina fólk og í meðferð veikra. 

Ríkið greindi frá fyrsta tilfelli Covid-19 12. maí. Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, kenndi lötum embættismönnum um treg viðbrögð við faraldrinum og sendi hermenn til að standa vörð um apótek í höfuðborginni Pyongyang.

Að sögn KCNA greindust 100 þúsund ný tilfelli af „kvefinu“ í gær en mest hafa greinst um 390 þúsund á einum degi í ríkinu.

69 Norður-Kóreumenn hafa látist af völdum Covid-19 að sögn fjölmiðilsins. 

25 milljónir búa í ríkinu og hefur enginn verið bólusettur, þar sem yfirvöld höfnuðu boði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að fá afhent bóluefni.

Lítið er um að vera í borgum landsins.
Lítið er um að vera í borgum landsins. AFP
mbl.is