Brúðkaupskóróna Díönu til sýnis

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. maí 2022

Brúðkaupskóróna Díönu til sýnis

Kórónan sem Díana prinsessa af Wales var með í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins 29. júlí árið 1981 verður til sýnis í uppboðshúsinu Sothesby í Lundúnum í sumar. Þetta er í fyrsta skipti í 70 ár sem kórónan glæsilega verður til sýnis. 

Brúðkaupskóróna Díönu til sýnis

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. maí 2022

Díana prinsessa af Wales og Karl Bretaprins á brúðkaupsdaginn árið …
Díana prinsessa af Wales og Karl Bretaprins á brúðkaupsdaginn árið 1981. AFP

Kórónan sem Díana prinsessa af Wales var með í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins 29. júlí árið 1981 verður til sýnis í uppboðshúsinu Sothesby í Lundúnum í sumar. Þetta er í fyrsta skipti í 70 ár sem kórónan glæsilega verður til sýnis. 

Kórónan sem Díana prinsessa af Wales var með í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins 29. júlí árið 1981 verður til sýnis í uppboðshúsinu Sothesby í Lundúnum í sumar. Þetta er í fyrsta skipti í 70 ár sem kórónan glæsilega verður til sýnis. 

Verður hún til sýnis í tilefni af 70 ára valdaafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar en krýningarafmælinu verður fagnað um allar Bretlandseyjar í næstu viku. 

Kórónan er í eigu fjölskyldu Díönu prinsessu og var síðast til sýnis á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún var smíðuð árið 1767 og hefur verið bætt á hana demöntum og hún aðlöguð nokkrum sinnum í gegnum árin. 

Spencer kórónan verður til sýnis á sýningu í uppboðshúsinu Sothesby.
Spencer kórónan verður til sýnis á sýningu í uppboðshúsinu Sothesby. AFP

Núverandi útlit sitt fékk hún á fjórða áratug síðustu aldar þegar skartgripahúsið Garrad lappaði upp á hana. Í dag er hún í eigu Charles Spencer, bróður Díönu. 

Díana var alls ekki sú fyrsta til að vera með kórónuna á sérstökum degi en amma hennar, lafði Cynthia Hamilton fékk hana að gjöf á brúðkaupsdaginn sinn árið 1919. Díana sjálf var ekki bara með hana á brúðkaupsdaginn, þó hún sé alltaf sé vísað til hennar sem kórónunnar sem hún var með í hinu konunglega brúðkaupi. Var Díana með hana alls sjö sinnum á árunum 1983 til 1992 til dæmis. 

Kórónan var smíðuð árið 1767.
Kórónan var smíðuð árið 1767. AFP
mbl.is