Háhyrningur í Signu

Krúttleg dýr | 28. maí 2022

Háhyrningur í Signu

Reyna á að leiðbeina háhyrningi sem villtist upp ána Signu aftur til sjávar með því að nota hljóð sem dýrið gefur frá sér í viðleitni til að bjarga því. Guardian greinir frá.

Háhyrningur í Signu

Krúttleg dýr | 28. maí 2022

Áin Signa rennur um París. Háhyrningurinn hefur aftur á móti …
Áin Signa rennur um París. Háhyrningurinn hefur aftur á móti ekki synt lengra en til Rouen og á því ennþá ansi langt eftir til Parísar. AFP

Reyna á að leiðbeina háhyrningi sem villtist upp ána Signu aftur til sjávar með því að nota hljóð sem dýrið gefur frá sér í viðleitni til að bjarga því. Guardian greinir frá.

Reyna á að leiðbeina háhyrningi sem villtist upp ána Signu aftur til sjávar með því að nota hljóð sem dýrið gefur frá sér í viðleitni til að bjarga því. Guardian greinir frá.

Sveitarstjóri á svæðinu sagði að fylgst verði með háhyrningnum úr fjarlægð með dróna sem sendir frá sér hljóðin.

„Notkun þessarar inngripslausu aðferðar, úr nokkur hundruð metra fjarlægð, mun gera það mögulegt að forðast að nota skip í nálægð dýrsins, sem gæti aukið streitu þess og stofnað lífi þess í hættu, sem og öryggi björgunarmanna, “ sagði Seine-Maritime héraðið í yfirlýsingu.

Keikó var líklega þekktasti háhyrningur heims. Myndin tengist fréttinni ekki …
Keikó var líklega þekktasti háhyrningur heims. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hinn fjögurra metra karlkyns háhyrningur sást fyrst við mynni Signu þann 15. maí á milli Le Havre og Honfleur í Normandí, áður en hann ferðaðist tugi kílómetra upp ána að borginni Rouen.

Heilsa háhyrningsins er slæm

Heilsu háhyrningsins fer hrakandi enda finnur hann ekki nægan mat í ánni og ferskvatnið hefur slæm áhrif á hann.

Muriel Arnal, forseti frönsku dýraverndunarsamtakanna One Voice, sagði að brýnt væri að bjarga dýrinu. „Við verðum að vera fljót,“ sagði Arnal.

Hún benti einnig á að karlkyns háhyrningar væru „mömmustrákar“ og halda sig almennt nálægt mæðrum sínum allt sitt líf.

mbl.is