Krefjast þess að fallið verði frá brottvísunum

Flóttafólk á Íslandi | 28. maí 2022

Krefjast þess að fallið verði frá brottvísunum

Fyrirhugaðri fjöldabrottvísun var mótmælt á Austurvelli í dag en það stendur til að vísa 200-300 flóttafólki úr landi. Hátt í tvöhundruð manns mættu á mótmælin.

Krefjast þess að fallið verði frá brottvísunum

Flóttafólk á Íslandi | 28. maí 2022

Hátt í tvöhundruð manns mótmæltu á Austurvelli í dag.
Hátt í tvöhundruð manns mótmæltu á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristvin

Fyrirhugaðri fjöldabrottvísun var mótmælt á Austurvelli í dag en það stendur til að vísa 200-300 flóttafólki úr landi. Hátt í tvöhundruð manns mættu á mótmælin.

Fyrirhugaðri fjöldabrottvísun var mótmælt á Austurvelli í dag en það stendur til að vísa 200-300 flóttafólki úr landi. Hátt í tvöhundruð manns mættu á mótmælin.

Sema Erla Serdar, einn skipuleggjenda mótmælanna og formaður hjálparsamtakanna Solaris, sagði mótmælin hafa gengið vel og að á mótmælafundinum hefði verið samþykkt krafa til stjórnvalda í þremur liðum.

Í fyrsta lagi að fallið verði frá fjöldabrottvísuninni, meðal annars til Grikklands. Í öðru lagi að stjórnvöld láti af fyrirhugðum breytingum á lögum um útlendinga og í þriðja lagi að öllu flóttafólki sé sýnd sama virðing og sömu reisn og að því sé ekki mismunað eftir uppruna.

Aðstæður ekki nokkurri manneskju bjóðandi

Á fundinum tóku til máls bæði flóttakona frá Sómalíu og maður frá Afganistan sem hefur reynslu af því að vera í flóttamannabúðum í Grikklandi og segir Sema það hafa verið átakanlegt að hlusta á sögur þeirra.

Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar. Ljósmynd/Aðsend

„Það sem er bara svo ótrúlega óskiljanlegt í þessu öllu saman er náttúrulega það að það vita allir hvernig aðstæður eru fyrir flóttafólk í Grikklandi. Við vitum öll, og það er búið að ítrekað benda á það, af t.d. alþjóðlegum mannréttindasamtökum að aðstæður séu ekki nokkurri manneskju bjóðandi,“ segir Sema og bætir við.

„Ég næ bara ekki utan um það hvernig í ósköpunum við getum rifið fólk upp úr því öryggi með þeim rótum sem það hefur kannski fest hér síðustu ár og ætlað að senda þau til Grikklands. Það er bara ekki með nokkru móti hægt að skilja hvað drífur svona ákvarðanir áfram vegna þess að það þarf svo ótrúlega lítið til þess að gera það ekki. Það þarf bara pólitískan vilja. Eitt pennastrik og þá verður þetta ekki að raunveruleika.”

„Refugees are people“ mátti meða annars lesa á skiltum mótmælenda.
„Refugees are people“ mátti meða annars lesa á skiltum mótmælenda. mbl.is/Kristvin

Refsi ekki fólki fyrir heimsfaraldur

Sema segist vonast til þess að hlustað verði á fólkið sem hefur gengið í gegnum þær hörmungar að vera á flótta árum saman og í mjög slæmum aðstæðum.

„Ég vona innilega að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að refsa ekki fólki fyrir það að hér hafi verið heimsfaraldur sem mögulega varð til þess að fólkið varð hér lengur,“ segir Sema.

mbl.is/Kristvin
mbl.is