Seldu verðlaunagripinn í fjáröflunarskyni

Eurovision | 30. maí 2022

Seldu verðlaunagripinn í fjáröflunarskyni

Kalush Orchestra, úkraínska hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Eurovision, hefur selt verðlaunagripinn sem hún hlaut fyrir sigurinn fyrir 900 þúsund dollara, eða um 116 milljónir króna, í fjáröflunarskyni vegna stríðsins í Úkraínu.

Seldu verðlaunagripinn í fjáröflunarskyni

Eurovision | 30. maí 2022

Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision.
Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision. AFP

Kalush Orchestra, úkraínska hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Eurovision, hefur selt verðlaunagripinn sem hún hlaut fyrir sigurinn fyrir 900 þúsund dollara, eða um 116 milljónir króna, í fjáröflunarskyni vegna stríðsins í Úkraínu.

Kalush Orchestra, úkraínska hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Eurovision, hefur selt verðlaunagripinn sem hún hlaut fyrir sigurinn fyrir 900 þúsund dollara, eða um 116 milljónir króna, í fjáröflunarskyni vegna stríðsins í Úkraínu.

Gripurinn, sem er hljóðnemi úr kristal, var boðinn upp á Facebook og var ætlunin að kaupa fyrir hann dróna fyrir úkraínska herinn, að sögn BBC. 

Uppboðið fór fram á svipuðum tíma og hljómsveitin spilaði á góðgerðartónleikum við Brandenborgarhliðið í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Ætlunin með tónleikunum var að safna fé fyrir kaupum á neyðarvistum.

mbl.is