Um 200 skjálftar við Gjögurtá

Eldgos á Reykjanesskaga | 31. maí 2022

Um 200 skjálftar við Gjögurtá

Jörð skalf víðar en á Reykjanesskaga í gær en um 200 jarðskjálftar höfðu komið fram á mælum Veðurstofunnar norðvestur af Gjögurtá, við mynni Eyjafjarðar, þegar blaðamaður náði tali af náttúruvársérfræðingi í gærkvöldi.

Um 200 skjálftar við Gjögurtá

Eldgos á Reykjanesskaga | 31. maí 2022

Kort/mbl.is

Jörð skalf víðar en á Reykjanesskaga í gær en um 200 jarðskjálftar höfðu komið fram á mælum Veðurstofunnar norðvestur af Gjögurtá, við mynni Eyjafjarðar, þegar blaðamaður náði tali af náttúruvársérfræðingi í gærkvöldi.

Jörð skalf víðar en á Reykjanesskaga í gær en um 200 jarðskjálftar höfðu komið fram á mælum Veðurstofunnar norðvestur af Gjögurtá, við mynni Eyjafjarðar, þegar blaðamaður náði tali af náttúruvársérfræðingi í gærkvöldi.

Íbúar á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit urðu varir við stærstu skjálftana en gera má ráð fyrir að þeir hafi fundist víðar á Tröllaskaga. Sá stærsti varð klukkan 09:20 um morguninn og var hann 4 að stærð, á 14 kílómetra dýpi. Næststærsti var 3,5 að stærð á 13,8 kílómetra dýpi og reið hann yfir klukkan 01:51 aðfaranótt mánudags.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir afar ólíklegt að spennubreytingar í jarðskorpu vegna hrinunnar á Reykjanesskaga hafi tengingu við skjálftana sem hófust í gær við Gjögurtá, þó að vísu sé erfitt að útiloka það. Ekki sé óvanalegt að jörð skelfi á þessu svæði en skjálftarnir urðu á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu sem er hluti af Tjörnesbrotabeltinu. Þar verða reglulega skjálftahrinur og varð sú síðasta sumarið 2020. Þetta sé þverbrotabelti, líkt og Suðurlandsbrotabeltið, þar sem jarðskorpuflekarnir eru að reka í sundur. Við slíkar aðstæður komi fram skjálftar.

Kristín gerir ekki ráð fyrir að íbúar hafi orðið varir við marga skjálfta í gær, fyrir utan þá stærstu, þar sem upptök þeirra voru nokkuð langt frá byggð og á miklu dýpi. 

mbl.is