Boltinn hjá stjórnvöldum

Eldgos á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Boltinn hjá stjórnvöldum

Starfshópurinn Varnir mikilvægra innviða kynnti í dag fyrir Almannavörnum og bæjaryfirvöldum Grindavíkur tillögur að varnarmannvirkjum á Suðurnesi í ljósi þeirrar eldvirkni sem ríkir þar.

Boltinn hjá stjórnvöldum

Eldgos á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Ari Guðmundsson byggingaverkfræðingur.
Ari Guðmundsson byggingaverkfræðingur. mbl.is/Hákon

Starfshópurinn Varnir mikilvægra innviða kynnti í dag fyrir Almannavörnum og bæjaryfirvöldum Grindavíkur tillögur að varnarmannvirkjum á Suðurnesi í ljósi þeirrar eldvirkni sem ríkir þar.

Starfshópurinn Varnir mikilvægra innviða kynnti í dag fyrir Almannavörnum og bæjaryfirvöldum Grindavíkur tillögur að varnarmannvirkjum á Suðurnesi í ljósi þeirrar eldvirkni sem ríkir þar.

Ari Guðmundson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, leiddi hópinn. Hann segir að tillögurnar fjalli líka um gerð viðbragðsáætlana svo allir séu á sömu blaðsíðu ef eldgos kemur upp.

„Þetta var líka fundur með hagsmunaraðilum, fyrirtækjum og stofnun á svæðinu og sveitarfélögum til þess að hefja þetta sameiginlega samtal um að allir geti í sameiningu verið með þetta viðbragð í hreinu,“ segir Ari í samtali við blaðamann mbl.is. Hann bætir því við að í raun sé boltinn nú hjá Almannavörnum og stjórnvöld hver næstu skref verða.

Munar að hefja framkvæmdir fyrir gos

„Við erum að tala um að fara í forvarnaraðgerðir, byggja þessa garða fyrir atburði en ekki í miðjum atburði. Það er mikil greinarmunur þar á. Þá er hægt að vinna með þessa varnargarða út frá betra efni, keyra að betra efni og hægt að þjappa það betur þannig þetta verður sterk byggðara mannvirki.“

Aðspurður segir hann að hópurinn hafi lagt áherslu á byggingu varna í kringum byggð, orkuversins í Svartsengi, varnir veitna og fleiri staða.

Ekki hefur verið farið í kostnaðarmat á tillögunum og að sögn Ara verður það ekki gert fyrr en stjórnvöld og Almannavarnir taka ákvörðun um það hvernig skal aðhafast í þessari uppbygginu.

mbl.is