Ekkert landris í 3 til 4 daga

Eldgos á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Ekkert landris í 3 til 4 daga

Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni frá 26. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Ekkert landris í 3 til 4 daga

Eldgos á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Þessi mynd sýnir einmitt afmörkun á kvikuhreyfingum frá því í …
Þessi mynd sýnir einmitt afmörkun á kvikuhreyfingum frá því í janúar 2020. Ljósmynd/ Veðurstofa Íslands

Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni frá 26. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni frá 26. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Ekkert landris hefur mælst á GPS-mælum síðustu þrjá til fjóra daga. Eins hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Óvissustig enn í gildi

Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi.

Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni.

Með þessum líkönum er hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og afmarka möguleg umbrotasvæði, að vissu leyti, ef til eldgoss kæmi.mbl.is