Fjögurra daga hátíðarhöld hófust með skrúðgöngu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júní 2022

Fjögurra daga hátíðarhöld hófust með skrúðgöngu

Fjögurra daga hátíðarhöld vegna 70 ára krúnuafmælis Elísabetar Englandsdrottningar hófust með glæsilegri skrúðgöngu fyrir framan Buckingham-höll.

Fjögurra daga hátíðarhöld hófust með skrúðgöngu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júní 2022

Mikið var um að vera á torgi Buckingham-hallar í morgun.
Mikið var um að vera á torgi Buckingham-hallar í morgun. AFP

Fjögurra daga hátíðarhöld vegna 70 ára krúnuafmælis Elísabetar Englandsdrottningar hófust með glæsilegri skrúðgöngu fyrir framan Buckingham-höll.

Fjögurra daga hátíðarhöld vegna 70 ára krúnuafmælis Elísabetar Englandsdrottningar hófust með glæsilegri skrúðgöngu fyrir framan Buckingham-höll.

Þar marseraði fylgdarlið hennar hátignar taktfast meðan hún stóð á svölunum og fylgdist með. Á svölunum með Elísabetu var frændi hennar Edward bretaprins, hertoginn af Kent.

Filippus bretaprins, eiginmaður drottningar sem stóð henni við hlið frá krýningu 1952, hefði orðið 101 árs á föstudaginn næsta 10. júní. Hann lést í fyrravor.

Meðlimir konungsfjölskyldunnar létu sig ekki vanta í skrúðgönguna og tóku feðgarnir Karl og Vilhjálmur meðal anannars þátt með frænku sinni, Önnu prinsessu.

Karl Bretaprins, arftaki krúnunnar tók þátt í skrúðgöngunni ásamt Vilhjálmi …
Karl Bretaprins, arftaki krúnunnar tók þátt í skrúðgöngunni ásamt Vilhjálmi syni sínum og Önnu systur sinni. AFP

Talið er að Harry bretaprins og Meghan eiginkona hans hafi fylgst með skrúðgöngunni úr fjarska svo þau myndu ekki stela athyglinni. Þau sögðu sig frá öllum skyldum konungsfjölskyldunnar fyrir tveimur árum.

Andrés bretaprins var einnig hvergi sjáanlegur en hann var sviptur titlum sínum í fyrra.

Breska fánanum var óspart flaggað.
Breska fánanum var óspart flaggað. AFP
Kamilla, hertogynjan af Cornwall og Katrín, hertogynjan af Cambridge. Ef …
Kamilla, hertogynjan af Cornwall og Katrín, hertogynjan af Cambridge. Ef allt gengur eftir verður Kamilla drottning næst, síðan Katrín. AFP

Skrúðgönguna má sjá hér:

mbl.is