„Menn anda léttar“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

„Menn anda léttar“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við blaðamann mbl.is að menn andi nú léttar eftir að verulega hafi dregið úr landrisi og jarðskjálftum fækkað á Reykjanesskaga.

„Menn anda léttar“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við blaðamann mbl.is að menn andi nú léttar eftir að verulega hafi dregið úr landrisi og jarðskjálftum fækkað á Reykjanesskaga.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við blaðamann mbl.is að menn andi nú léttar eftir að verulega hafi dregið úr landrisi og jarðskjálftum fækkað á Reykjanesskaga.

Hann segir að þetta hafi verið óþægilegur tími, sérstaklega í ljósi þess að landrisið og skjálftavirknin hafi verið í grennd við bæinn.

Fannar situr nú fund Almannavarna og bæjaryfirvalda Grindavíkur þar sem verið er að kynna mögulega uppbyggingu á varnargörðum til þess að vernda innviði gekk eldgosahættunni á Reykjanesinu. 

Undirbúa það sem kann að gerast

„Menn anda léttar. En þessi fundur í dag er meðal annars til þess að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni,“ segir Fannar. 

Aðspurður segir hann að þetta sé líklegast ekki hans seinasti fundur með Almannavörnum.

„Við reynum bara að taka stöðuna eins og hún er að hverju sinni. Hérna er líka verið að fara yfir hugsanleg mannvirki, varnagarða, og alls konar varnir á innviðum.“

mbl.is