Óróatímabil líklega viðvarandi næstu áratugi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Óróatímabil líklega viðvarandi næstu áratugi

„Þetta snýst ekki bara um varnargarða, hvort þeir verði settir upp eða af hverjum. Heldur snýst þetta það að við erum á óróatímabili á Reykjanesskaga sem að hófst í byrjun 2020,“ segir Björn Oddsson hjá Almannavörnum í samtali við blaðamann mbl.is.

Óróatímabil líklega viðvarandi næstu áratugi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. júní 2022

Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum.
Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum. mbl.is/Hákon

„Þetta snýst ekki bara um varnargarða, hvort þeir verði settir upp eða af hverjum. Heldur snýst þetta það að við erum á óróatímabili á Reykjanesskaga sem að hófst í byrjun 2020,“ segir Björn Oddsson hjá Almannavörnum í samtali við blaðamann mbl.is.

„Þetta snýst ekki bara um varnargarða, hvort þeir verði settir upp eða af hverjum. Heldur snýst þetta það að við erum á óróatímabili á Reykjanesskaga sem að hófst í byrjun 2020,“ segir Björn Oddsson hjá Almannavörnum í samtali við blaðamann mbl.is.

Björn hélt erindi í dag um sögu óróatímabila á Reykjanesskaga á fundi Almannavarna og bæjaryfirvalda Grindavíkur um uppbyggingu á varnargörðum vegna eldgosahættu sem ríkir þar.

Björn segir að Almannavarnir vinni nú að því að undirbúa fólk og kerfið að takast á við tímabil óróa sem mun líklega vera viðvarandi næstu áratugi.

Lán í óláni

Björn segir það í raun lán í óláni að landris hafi hætt í dag.

„Af því að við viljum sýna fram á að við breiðum áfram út þennan boðskap, fólk geri sig klárt fyrir þetta tímabil og leggi ekki niður vopnin heldur haldi áfram að vinna að forvörnum og skipulagi í kringum þessa vá sem eldgosin eru,“ segir Björn og tekur dæmi um það að síðasta eldgosatímabil á skaganum hafi varað í 440 ár.

„Goshléin innan hvers gostímabils geta líka verið áratugir, kannski lifum við ekki að sjá næsta eldgos. Við getum ekki sagt til um hversu mörg eldgos verða á þessu tímabili, hvenær þau verða eða hvar þau verða fyrr en eftir 500-600 ár þegar þessu eldgosatímabili er lokið.“

mbl.is