Sendi hamingjuóskir til Elísabetar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júní 2022

Sendi hamingjuóskir til Elísabetar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur óskað Elísabetu II Bretlandsdrottningu til hamingju með 70 ára drottningarafmælið og kallað hana „gyllta þráðinn sem bindur saman löndin okkar tvö“.

Sendi hamingjuóskir til Elísabetar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júní 2022

Elísabet Bretlandsdrottning í febrúar síðastliðnum.
Elísabet Bretlandsdrottning í febrúar síðastliðnum. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur óskað Elísabetu II Bretlandsdrottningu til hamingju með 70 ára drottningarafmælið og kallað hana „gyllta þráðinn sem bindur saman löndin okkar tvö“.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur óskað Elísabetu II Bretlandsdrottningu til hamingju með 70 ára drottningarafmælið og kallað hana „gyllta þráðinn sem bindur saman löndin okkar tvö“.

„Síðastliðin 70 ár hefur franski forsetinn aðeins getað treyst á fáa fasta þætti...hollustu þína við bandalag okkar, auk þess sem vinskapur okkar hefur haldist alla tíð,“ sagði Macron í skilaboðum til drottningarinnar sem voru tekin upp á myndband.

Macron minntist einnig „myrku daganna þegar fjölskyldan þín tók á móti de Gaulle hershöfðingja á heimili þínu“ í síðari heimsstyrjöldinni eftir að hann flúði til London vegna hernáms nasista í Frakklandi.

Fjögurra daga hátíðarhöld hefjast í Bretlandi í dag í tilefni afmælisins. 

Mikil hátíðarhöld verða í Bretlandi næstu daga.
Mikil hátíðarhöld verða í Bretlandi næstu daga. AFP

Yfir 1.200 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni Trooping of the Colour í tilefni afmælisins. Athöfnin, þar sem tónlistarmenn og hestar koma einnig við sögu, á sér ríflega tveggja alda hefð.

Drottningin, sem er orðin 96 ára, mun kasta kveðju á hermennina frá svölum Buckinghamhallar og síðar mun hún veifa til almennings og fylgjast með flugsýningu herþota.

AFP

Aðeins þeir sem eru konungsbornir og starfandi sem slíkir mega vera á svölunum, sem þýðir að hvorki Harry Bretaprins, né eiginkona hans Meghan, né Andrés Bretaprins verða þar viðstödd.

mbl.is