Andrés prins var fjarverandi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. júní 2022

Andrés prins var fjarverandi

Andrés prins gat ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna 70 ára krýningarafmælis móður sinnar en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Andrés prins var fjarverandi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. júní 2022

Andrés prins greindist með kórónuveiruna.
Andrés prins greindist með kórónuveiruna. AFP

Andrés prins gat ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna 70 ára krýningarafmælis móður sinnar en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Andrés prins gat ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna 70 ára krýningarafmælis móður sinnar en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Andrés hefur verið í miklum samskiptum við drottninguna upp á síðkastið en hefur ekki hitt hana eftir að hann greindist auk þess sem drottningin hefur greinst neikvæð samkvæmt tilkynningu frá höllinni. 

Til stóð að Andrés fengi að vera viðstaddur hátíðahöldin í einhverri mynd til að mynda við guðsþjónustu á föstudeginum. En af því verður ekki.

Andrés prins hefur beðið mikla álitshnekki í kjölfar kynlífshneykslis og er ekki lengur starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar. 

Í ár var til að mynda ákveðið að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengu að sýna sig á svölum Buckingham hallar. Þannig var hægt að útiloka það að hann og Harry og Meghan þyrftu að láta sjá sig þar. 

Andrés prins hefur alltaf verið mjög náinn móður sinni og …
Andrés prins hefur alltaf verið mjög náinn móður sinni og sagt er að hann sé hennar uppáhaldssonur. AFP
mbl.is