Hækkandi mat fari ekki sjálfkrafa inn í skattana

Húsnæðismarkaðurinn | 3. júní 2022

Hækkandi fasteignamat fari ekki sjálfkrafa inn í skattana

„Nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í föstudagspistli Drífu Snædal, forseta ASÍ.

Hækkandi fasteignamat fari ekki sjálfkrafa inn í skattana

Húsnæðismarkaðurinn | 3. júní 2022

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í föstudagspistli Drífu Snædal, forseta ASÍ.

„Nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í föstudagspistli Drífu Snædal, forseta ASÍ.

Eins og fram kemur komið í vikunni hækkar heildarmat fasteigna á Íslandi um 19,9% frá yf­ir­stand­andi ári og verður 12.627 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati Þjóðskrár Íslands fyr­ir árið 2023. Þetta er um­tals­vert meiri hækk­un en til­kynnt var um fyr­ir ári síðan, þegar fast­eigna­mat hækkaði um 7,4 % á land­inu öllu.

Ýmsir hafa sagt kerfið gallað, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 

Drífa segir að fólk í ASÍ muni fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar.

Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna,“ segir Drífa.

mbl.is