Hverjir fengu að vera á svölunum?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. júní 2022

Hverjir fengu að vera á svölunum?

Það var töluvert fámennara á svölum Buckingham hallarinnar í ár. Hefð er fyrir því að helstu konungsmeðlimir safnist þar saman til þess að fylgjast með flugsýningu breska hersins í kjölfar skrúðgöngunnar Trooping the Colour. 

Hverjir fengu að vera á svölunum?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. júní 2022

Þau sem fengu að vera með drottningunni á svölunum.
Þau sem fengu að vera með drottningunni á svölunum. AFP

Það var töluvert fámennara á svölum Buckingham hallarinnar í ár. Hefð er fyrir því að helstu konungsmeðlimir safnist þar saman til þess að fylgjast með flugsýningu breska hersins í kjölfar skrúðgöngunnar Trooping the Colour. 

Það var töluvert fámennara á svölum Buckingham hallarinnar í ár. Hefð er fyrir því að helstu konungsmeðlimir safnist þar saman til þess að fylgjast með flugsýningu breska hersins í kjölfar skrúðgöngunnar Trooping the Colour. 

Ákveðið var að aðeins starfandi konungsmeðlimir skyldu vera á svölunum. Þetta var gert til þess að forðast einhver vandræðalegheit hvað viðveru Harry og Meghan varðar. Auk þess sem það hefði þótt óviðeigandi að Andrés prins léti sjá sig enda er ekki gróið um heilt eftir hneykslið sem hann olli fjölskyldunni.

Árið 2019 voru 40 meðlimir konungsfjölskyldunnar á svölunum þar með talin barnabörn og fjölskyldur þeirra sem og fjarskyldari frændur og frænkur. Í ár voru hins vegar 17 fjölskyldumeðlimir drottningarinnar á svölunum. Þau voru:

  • Karl Bretaprins og Kamilla hertogynja.
  • Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja og börnin þeirra þrjú.
  • Játvarður prins og Sophie og börnin þeirra tvö.
  • Anna prinsessa og Aðmíráll Timothy Laurence.
  • Hertogahjónin af Gloucester
  • Systkinin hertoginn af Kent og Alexandra prinsessa
Alls fengu 17 meðlimir konungsfjölskyldunnar að vera með drottningunni á …
Alls fengu 17 meðlimir konungsfjölskyldunnar að vera með drottningunni á svölunum. Fyrri ár hefur fjöldinn verið hátt á fjórða tug. AFP
mbl.is