Slæmt að skattstofnar breytist óháð tekjum

Húsnæðismarkaðurinn | 3. júní 2022

Slæmt að skattstofnar breytist óháð tekjum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki yrði hægt að gera breytingar á því að fasteignamat sé notaður sem gjaldstofn ýmissa sveitarfélaga, án þess að það væri í samhengi við tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 

Slæmt að skattstofnar breytist óháð tekjum

Húsnæðismarkaðurinn | 3. júní 2022

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki yrði hægt að gera breytingar á því að fasteignamat sé notaður sem gjaldstofn ýmissa sveitarfélaga, án þess að það væri í samhengi við tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki yrði hægt að gera breytingar á því að fasteignamat sé notaður sem gjaldstofn ýmissa sveitarfélaga, án þess að það væri í samhengi við tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 

„Sveitarfélögin eru misjafnlega að bregðast við, sum eru að bregðast við og önnur eru með þetta til skoðunar.“

Hann segir það mjög slæmt að skattstofnar séu að breytast algerlega án tillits til tekna einstaklinga til að standa undir skattstofninum. 

Opinn fyrir samtali um tekjuskiptingu

Aðspurður hvort til skoðunar kæmi að tengja útsvar við fjármagnstekjur, sem dæmi um leið til þess að koma til móts við sveitarfélögin, segist hann opinn fyrir samtali við sveitarfélögin um tekjuskiptingu ríkissjóðs og slíkt samtal sé reglulega í gangi.

„Ég held samt að þetta mál sé ekki svo flókið, þetta er einfalt mál og snýst um það hvort sanngjarnt sé að skattar á heimili hækki um 20 prósent án þess að tekjur þeirra hækki.“

Auka þurfi framboð

Hann segir ekki koma til skoðunar að grípa til sérstakra efnahagsaðgerða til þess að mæta hækkun húsnæðisverðs, enda þurfi að leysa það á framboðshliðinni. 

„Við erum búin að vera í átaki í húsnæðismálum, einmitt með hliðsjón af þessum hækkunum á undanförnum árum, að gera samning við sveitarfélögin og tryggja með slíkum rammasamningum að allir leggi sitt af mörkum við að auka framboð.“

Þá bendir hann á að vextir séu enn tiltölulega hóflegir í sögulegu samhengi.

mbl.is