Grunaður morðingi Litvinenkos látinn

Kórónuveiran COVID-19 | 4. júní 2022

Grunaður morðingi Litvinenkos látinn

Rússi sem var grunaður um morðið á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko í London árið 2006, er látinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Grunaður morðingi Litvinenkos látinn

Kórónuveiran COVID-19 | 4. júní 2022

Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að …
Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að koma í ljós. mbl.is

Rússi sem var grunaður um morðið á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko í London árið 2006, er látinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Rússi sem var grunaður um morðið á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko í London árið 2006, er látinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

„Sorgartíðindi. Minn náni og tryggi vinur, Dimitrí Kovtun er skyndilega látinn eftir alvarleg veikindi sem tengjast sýkingu af völdum kórónuveirunnar,“ sagði rússneski þingmaðurinn Andrei Logovoi, sem var einnig sakaður um aðild að málinu.

„Þetta er hræðilegur og óbætanlegur missir,“ bætti hann við í yfirlýsingu.

Samkvæmt heimildarmanni TASS-fréttastofunnar lést Kovtun á sjúkrahúsi í Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í september að Rússar hafi verið ábyrgir fyrir morðinu á Litvinenko. Yfirvöld í Moskvu vísuðu því á bug. Geisla­virku efni var laumað í te sem Litvinenko drakk á hót­eli.

Fram kom í dóminum að allt útlit væri fyrir að Lugovoi og Kovtun „hafi verið að störfum undir leiðsögn rússneskra yfirvalda“.

Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði ekkert hæft í þessu.

mbl.is