Bandaríkin og Suður-Kórea svara fyrir sig

Norður-Kórea | 6. júní 2022

Bandaríkin og Suður-Kórea svara fyrir sig

Suður-Kórea og Bandaríkin skutu átta flugskeytum til að svara fyrir tilraunir norðurkóreska hersins í gær. Þá skutu þeir einmitt átta flugskeytum í kjölfar sameiginlegra heræfinga suðurkóreska hersins og Bandaríkjahers.

Bandaríkin og Suður-Kórea svara fyrir sig

Norður-Kórea | 6. júní 2022

Bandaríkin og Suður-Kórea skutu samanlagt átta flugskeytum í heræfingu til …
Bandaríkin og Suður-Kórea skutu samanlagt átta flugskeytum í heræfingu til að svara fyrir ögranir norðurkóreska hersins. AFP/Herforingjaráð Suður-Kóreu

Suður-Kórea og Bandaríkin skutu átta flugskeytum til að svara fyrir tilraunir norðurkóreska hersins í gær. Þá skutu þeir einmitt átta flugskeytum í kjölfar sameiginlegra heræfinga suðurkóreska hersins og Bandaríkjahers.

Suður-Kórea og Bandaríkin skutu átta flugskeytum til að svara fyrir tilraunir norðurkóreska hersins í gær. Þá skutu þeir einmitt átta flugskeytum í kjölfar sameiginlegra heræfinga suðurkóreska hersins og Bandaríkjahers.

Bandamennirnir, Suður-Kórea og Bandaríkin, skutu flugskeytunum í Japanshaf en samkvæmt hernaðaryfirvöldum var það gert til að sýna hæfileika þeirra til að „svara fljótt þegar hættuástand myndast“.

„Herinn fordæmir ögrandi sprengjutilraunir Norður-Kóreumanna og hvetur þá til þess að stöðva samstundis tilburði sem ýta undir hernaðarlega spennu á skaganum,“ segir fulltrúi herforingjaráðs.

Nýr forseti lofar strangari aðgerðum

Þá hefur forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk-yeol, sem tók við embættinu tíunda maí, lofað strangari aðgerðum gegn nágrönnum landsins í norðri.

„Ríkisstjórn okkar mun bregðast við öllum ögrunum frá Norður-Kóreu af hörku og með skýrum hætti,“ sagði Yoon í ræðu í dag.

mbl.is