Dagur og Einar skipta með sér borgarstjórastólnum

Dagur og Einar skipta með sér borgarstjórastólnum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, munu skipta með sér borgarstjórastólnum á komandi kjörtímabili.

Dagur og Einar skipta með sér borgarstjórastólnum

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 6. júní 2022

Dagur heldur áfram sem borgarstjóri næstu 18 mánuðina og eftir …
Dagur heldur áfram sem borgarstjóri næstu 18 mánuðina og eftir það tekur Einar við keflinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, munu skipta með sér borgarstjórastólnum á komandi kjörtímabili.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, munu skipta með sér borgarstjórastólnum á komandi kjörtímabili.

Þetta herma öruggar heimildir mbl.is.

Dagur verður áfram borgarstjóri næstu 18 mánuðina og eftir það mun Einar taka við af honum. Fram að því verður Einar formaður borgarráðs.

Málefnasamningur, sem verður kynntur síðar í dag, kveður á um sérstakt húsnæðisátak í Reykjavíkurborg og að fyrsta áfanga Sundabrautar verði hrundið af stað á kjörtímabilinu.

mbl.is