Hefði verið ákjósanlegra að hafa einn borgarstjóra

Hefði verið ákjósanlegra að hafa einn borgarstjóra

„Maður hefði viljað sjá eitthvað annað mynstur fyrir sér en maður óskar þeim auðvitað bara velfarnaðar,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is um nýjan meirihluta í borgarstjórn. 

Hefði verið ákjósanlegra að hafa einn borgarstjóra

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 6. júní 2022

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Maður hefði viljað sjá eitthvað annað mynstur fyrir sér en maður óskar þeim auðvitað bara velfarnaðar,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is um nýjan meirihluta í borgarstjórn. 

„Maður hefði viljað sjá eitthvað annað mynstur fyrir sér en maður óskar þeim auðvitað bara velfarnaðar,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is um nýjan meirihluta í borgarstjórn. 

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, munu skipta með sér borg­ar­stjóra­stóln­um á kom­andi kjör­tíma­bili.

Hildur segir það hefði verið ákjósanlegra að sami einstaklingur hefði gegnt stöðunni allt tímabilið.

„Mér finnst svolítið dapurlegt þegar stólar skipta mestu máli í svona samningum. Það myndi sannarlega þjóna hagsmunum borgarinnar betur ef sama manneskja væri framkvæmdastjóri borgarinnar úr kjörtímabilið. Maður fær illa séð að þessi nýi meirihluti sé sú ásýnd breytinga sem kjósendur kölluðu eftir. Ekki síst þar sem við sjáum að áfram situr sami borgarstjóri fram yfir kosningar.“

Hildur telur að stefnumál samstarfsins virðist vera meira af hinu sama. 

„Endurtekin mál frá síðustu kjörtímabilum og ég sé ekki margar breytingar sem eru veigamiklar eða skipta miklu máli en auðvitað vonar maður að þetta gangi allt saman vel.“

Þekki vel til að vera í minnihluta

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn þekki vel til þess að vera í minnihluta og að flokkurinn sé spenntur að hefja nýtt kjörtímabil.

„Við höfum tileinkað okkur þau vinnubrögð að geta starfað vel með öllum. Við styðjum alltaf góð mál og munum gera það áfram,“ segir Hildur og bætir við að flokkurinn muni halda á lofti sínum stefnumálum.

Í því samhengi nefnir hún meðal annars traustan og heilbrigðan fjárhag, lægri skatta og lausn húsnæðis- og leikskólavandans.

Hildur segist að lokum vera bjartsýnismanneskja og að hún óski nýjum meirihluta velfarnaðar. 

mbl.is