Kosið um vantrauststillögu á hendur Johnson

Kosið um vantrauststillögu á hendur Johnson

Greidd verða atkvæði á breska þinginu í dag vegna vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum Boris Johnson.

Kosið um vantrauststillögu á hendur Johnson

Veislu­höld í Down­ingstræti | 6. júní 2022

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Greidd verða atkvæði á breska þinginu í dag vegna vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum Boris Johnson.

Greidd verða atkvæði á breska þinginu í dag vegna vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum Boris Johnson.

Talsmaður Downingstrætis sagði atkvæðagreiðsluna vera tækifæri „til að draga línuna og halda áfram“.

„Forsætisráðherrann fagnar tækifærinu til að gera grein fyrir máli sínu gagnvart þingmönnum og mun hann minna þá á að þegar þeir eru sameinaðir og einbeittir á málefnin sem skipta kjósendurna máli þá verður stjórnmálaaflið ekki sterkara,“ sagði talsmaðurinn, skömmu eftir að tilkynnt var um atkvæðagreiðsluna.

54 þingmenn úr flokki Johnsons, Íhaldsflokkinum, standa á bak við atkvæðagreiðsluna í kjölfar hneykslismála í tengslum við veisluhöld í Downingstræti á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gangi vegna kórónuveirunnar.

Atkvæðagreiðslan verður haldin á milli klukkan 17 og 19 í dag.

mbl.is