Lena passar ennþá í gamla bikiníið

Ekkert rusl | 7. júní 2022

Lena passar ennþá í gamla bikiníið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumálaráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra er gestur Lenu Magnúsdóttur og Margrétar Stefánsdóttur í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl. 

Lena passar ennþá í gamla bikiníið

Ekkert rusl | 7. júní 2022

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir eru með hlaðvarpsþáttinn Ekkert rusl.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir eru með hlaðvarpsþáttinn Ekkert rusl.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumálaráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra er gestur Lenu Magnúsdóttur og Margrétar Stefánsdóttur í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumálaráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra er gestur Lenu Magnúsdóttur og Margrétar Stefánsdóttur í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl. 

„Okkur finnst bæði fróðlegt og gaman að heyra ráðherra segja frá sjálfum sér í samhengi við umhverfismál en einnig hvernig Ísland er að standa sig í stóru myndinni. Mummi var maðurinn sem tók út litlu plastpokana sem við notuðum óspart hér áður utan um grænmetið og fleira. Hann bannaði þá í verslunum auk þess sem hann friðaði mikilvægar náttúruperlur á Íslandi,“ segir Lena og er Margrét mjög áhugasöm um Bokashi, sem er moltutunna, sem Guðmundur Ingi á heima hjá sér. Þar hendir hann matarafgöngum og hefur tunnuna innandyra. 

„Þá var sundbol stolið af Lenu og hún reddaði sér með gömlu bíkiníi sem hún á en smellpassar ennþá! Hún má nefnilega ekki kaupa sér neitt nýtt 2022,“ segir Margrét. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is