Strandgestir varaðir við flæðandi skólpi

Á ferðalagi | 7. júní 2022

Strandgestir varaðir við flæðandi skólpi

Ferðamenn á leið til Bretlands hafa verið varaðir við því að synda í sjó á mörgum af vinsælustu ströndum landsins. Viðvörunin er gerð af heilsufars- og heilbrigðisráðstöfunum vegna skólps sem hefur borist í sjóinn víðs vegar um strandir Suðvestur af Bretlandi. 

Strandgestir varaðir við flæðandi skólpi

Á ferðalagi | 7. júní 2022

Strandgestir.
Strandgestir. AFP

Ferðamenn á leið til Bretlands hafa verið varaðir við því að synda í sjó á mörgum af vinsælustu ströndum landsins. Viðvörunin er gerð af heilsufars- og heilbrigðisráðstöfunum vegna skólps sem hefur borist í sjóinn víðs vegar um strandir Suðvestur af Bretlandi. 

Ferðamenn á leið til Bretlands hafa verið varaðir við því að synda í sjó á mörgum af vinsælustu ströndum landsins. Viðvörunin er gerð af heilsufars- og heilbrigðisráðstöfunum vegna skólps sem hefur borist í sjóinn víðs vegar um strandir Suðvestur af Bretlandi. 

Mikil úrkoma síðustu daga hefur orðið til þess að skólp úr nálægum dælustöðvum hefur losnað frá fráveitunni og runnið út í sjó. Bresku grasrótarsamtökin Surfers Against Sewage, SAS, hafa gefið út kort sem sem sýnir hvaða strendur í Bretlandi það eru sem ekki eru taldar öruggar um þessar mundir. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá. 

„Á síðustu 48 klukkustundum hefur skólp losnað frá fráveitustöð á þessum tiltekna stað vegna veðurs,“ segir í tilkynningu frá samtökunum þar sem sjá má vel merktar staðsetningar inn á korti. Samtökin vinna markvisst að því að bæta úr mengun hafsins og hafa skorað á stjórnvöld í Bretlandi til að skapa breytingar í þeim málaflokki. 

Þær strendur sem ekki er óhætt að heimsækja tilheyra svæðunum Cornwall, Devon og Kent og verða hér með listaðar upp:

Seaton
Porthluney
Pentwean
Combe Martin
Widemouth Sand
Summerleze
Beer
Poole
Bournemouth Pier
Brighton
Scarborough
Herne Bay
Tankerton
Robin Hood's Bay

Kortið frá Surfers Against Sewage sýnir óhreinustu staðina í rauntíma og því er vel hægt að fara inn á vefsíðu samtakanna til að skoða hvar mesta mengunina á sér stað og ganga úr skugga um að maður sé að fara baða sig upp úr skólpi.

mbl.is