Fleiri covid-smit vegna ferðamanna

Kórónuveiran Covid-19 | 8. júní 2022

Fleiri covid-smit vegna ferðamanna

Enn greinast á bilinu 100-150 covid-smit daglega hér innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að stór hluti þeirra sem greinast sé ferðamenn. Koma smitin oftast í ljós er þeir þurfa að ná í vottorð til að fara úr landi, fara í sýnatöku og greinast þá jákvæðir.

Fleiri covid-smit vegna ferðamanna

Kórónuveiran Covid-19 | 8. júní 2022

Stór hluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 upp á …
Stór hluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 upp á síðkastið eru ferðamenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn greinast á bilinu 100-150 covid-smit daglega hér innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að stór hluti þeirra sem greinast sé ferðamenn. Koma smitin oftast í ljós er þeir þurfa að ná í vottorð til að fara úr landi, fara í sýnatöku og greinast þá jákvæðir.

Enn greinast á bilinu 100-150 covid-smit daglega hér innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að stór hluti þeirra sem greinast sé ferðamenn. Koma smitin oftast í ljós er þeir þurfa að ná í vottorð til að fara úr landi, fara í sýnatöku og greinast þá jákvæðir.

Þórólfur segir fjölda innanlandssmita hins vegar ekki mikinn. „Þetta er búið að vera svona mjög lengi, svo fer þetta niður kannski í 50-60 smit, sérstaklega um helgar þegar við höfum tekið færri sýni, og svo fer þetta aftur upp,“ segir hann og bætir við að það séu fáir sem veikjast alvarlega vegna fjölda bólusetninga.

„Það eru mjög fáir alvarlega veikir, það eru til dæmis bara tveir inniliggjandi á Landspítalanum með covid,“ sagði Þórólfur enn fremur.

mbl.is