„Hvenær varð það einhver dyggð að ferðast með lítið sem ekkert?“

Á ferðalagi | 8. júní 2022

„Hvenær varð það einhver dyggð að ferðast með lítið sem ekkert?“

Margir vilja meina að það sé frábært að ferðast með lítinn farangur. Aðrir eru ekki sama sinnis og nota sína farangursheimild upp í topp. The Sunday Times fór á snoðir og spurði álitsgjafa hvort það væri þess virði að ferðast létt.

„Hvenær varð það einhver dyggð að ferðast með lítið sem ekkert?“

Á ferðalagi | 8. júní 2022

Það eru skiptar skoðanir um hvort taka eigi mikið með …
Það eru skiptar skoðanir um hvort taka eigi mikið með sér í ferðalag eða ekki. Unsplash.com/Elaine Tu

Margir vilja meina að það sé frábært að ferðast með lítinn farangur. Aðrir eru ekki sama sinnis og nota sína farangursheimild upp í topp. The Sunday Times fór á snoðir og spurði álitsgjafa hvort það væri þess virði að ferðast létt.

Margir vilja meina að það sé frábært að ferðast með lítinn farangur. Aðrir eru ekki sama sinnis og nota sína farangursheimild upp í topp. The Sunday Times fór á snoðir og spurði álitsgjafa hvort það væri þess virði að ferðast létt.

Já! Það er frábært!

„Farangur er ljótt orð, bæði í lífinu og á ferðalögum. Maður vill alltaf hafa lítinn farangur, andlegan og raunverulegan. Það að burðast með mikið tefur fyrir manni og bindur mann niður. Í gegnum árin hef ég tileinkað mér að hafa eins lítinn farangur með mér og hægt er. Ég tek með mér einn lítinn bakpoka með nokkrar flíkur, vegabréf, tannbursta og þýt af stað í eitthvað ævintýri.

Þetta sparar töluverðan tíma, hver nennir að bíða eftir töskunni á flugvellinum? Og það er aðeins eitt verra en að bíða eftir töskunni og það er ef taskan skyldi síðan bara aldrei birtast á beltinu! Eðlilega vill maður ekki lenda í slíku og geta komist í fríið sitt strax og maður kemur úr vélinni,“ segir Kate Gatens.

Nei! Aldrei!

„Hvenær varð það einhver dyggð að ferðast með lítið sem ekkert? Afhverju þarf maður að skammast sín fyrir að taka með allar helstu nauðsynjar og aðeins meira en það? Ég hef komist að því að ég er svokallaður þægindapakkari. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég tók með mér fjögur pör af skóm í einnar nætur ferðalag. Ég get haldið á eigin töskum þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir neinn annan.

Þægindapakkarar eru alltaf sakaðir um að geta ekki ákveðið sig og pakki þá bara öllu mögulegu. En þetta gefur manni bara fleiri kosti á ferðalaginu. Ef maður getur ekki valið á milli svarta bolsins eða hvíta, þá tekur maður bara báða með og ákveður sig þegar maður þekkir aðstæður betur á ferðalaginu. Ef þú veist ekki hvaða skó á að taka með þá skaltu taka nokkur pör. Þú vilt ekki eyðileggja allar myndir með að vera í ljótum klossum við fínan sparikjól því þú komst ekki með neitt annað.

Þá segja sumir að maður geti alltaf keypt sér eitthvað á ferðalagi. En ég neita að eyða dýrmætum sumarfrístíma í að reyna að finna eitthvað í búðunum sem ég á nú þegar heima hjá mér,“ segir Liz Edwards.

mbl.is