Meintur nauðgari settur í farbann

MeT­oo - #Ég líka | 8. júní 2022

Meintur nauðgari settur í farbann

Landsréttur hefur bannað erlendum karlmanni, sem hefur óskráðan dvalarstað á Akureyri, að ferðast frá Íslandi á meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu. Maðurinn er sakaður um kynferðislega áreitni og nauðgun á skemmtistað á Akureyri aðfararnótt 29. maí síðastliðins.

Meintur nauðgari settur í farbann

MeT­oo - #Ég líka | 8. júní 2022

Maðurinn er sakaður um að hafa brotið af sér á …
Maðurinn er sakaður um að hafa brotið af sér á skemmtistað á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hefur bannað erlendum karlmanni, sem hefur óskráðan dvalarstað á Akureyri, að ferðast frá Íslandi á meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu. Maðurinn er sakaður um kynferðislega áreitni og nauðgun á skemmtistað á Akureyri aðfararnótt 29. maí síðastliðins.

Landsréttur hefur bannað erlendum karlmanni, sem hefur óskráðan dvalarstað á Akureyri, að ferðast frá Íslandi á meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu. Maðurinn er sakaður um kynferðislega áreitni og nauðgun á skemmtistað á Akureyri aðfararnótt 29. maí síðastliðins.

Lögreglan á Norðurlandi eystra ræddi við vitni sem sögðu henni að stúlka hafi „komið hágrátandi niður á bar með fötin hálf niður um sig og sagt að maðurinn hafi tekið um hana, farið með hana afsíðis og tekið getnaðarlim sinn út. Hún hafi náð að forða sér frá honum, farið niður að barnum, rætt við vitni og getað vísað á manninn.“ Vitnið greindi lögreglunni svo frá því að maðurinn hafi séð að á hann var bent og þá reynt að hlaupa af vettvangi. 

Tveir meintir brotaþolar

Stúlkan sagði lögreglu sjálf að maðurinn hafi ítrekað reynt að komast undir pilsið hennar og reynt að fara inn í hana með getnaðarlimi sínum. Hún náði aftur á móti að ýta honum frá. Maðurinn er sömuleiðis sakaður um að hafa komið við kynfæri hennar. 

Annar meintur brotaþoli skýrði lögreglu frá því að sami maður hafi kysst hana án hennar samþykkis og káfað á henni í hennar óþökk. 

Héraðsdómur Norðurlands eystra komst fyrst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta farbanni til 29. júní næstkomandi. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til Landsréttar og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.

mbl.is