„Neyðarástand í heilbrigðiskerfinu“ pólitísk ákvörðun

Alþingi | 8. júní 2022

„Neyðarástand í heilbrigðiskerfinu“ pólitísk ákvörðun

Eldhúsdagsumræður á Alþingi hófust rétt í þessu og var Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fyrst þingmanna stjórnarandstöðunnar í pontu.

„Neyðarástand í heilbrigðiskerfinu“ pólitísk ákvörðun

Alþingi | 8. júní 2022

Helga Vala fagnaði fyrsta vorinu frá afléttingu allra Covid-takmarkana.
Helga Vala fagnaði fyrsta vorinu frá afléttingu allra Covid-takmarkana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldhúsdagsumræður á Alþingi hófust rétt í þessu og var Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fyrst þingmanna stjórnarandstöðunnar í pontu.

Eldhúsdagsumræður á Alþingi hófust rétt í þessu og var Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fyrst þingmanna stjórnarandstöðunnar í pontu.

„Það er vor og þá fyllumst við bjartsýni um framtíðina,“ byrjaði Helga Vala í ræðu sinni.

„Stúdentskollarnir fara á loft, yngstu börnin færast upp í grunnskóla, sumarleyfin á næsta leiti og síðast en ekki síst er leyfilegt að hittast, faðmast og hafa gaman.“

Hún fagnaði fyrsta vorinu frá afléttingu allra Covid-takmarkana.

„Við erum að læra upp á nýtt að hitta fólk utan kúlunnar og mikið er það skemmtilegt að finna fyrir hvert öðru, því þrátt fyrir allt þá er litróf mannlífsins bara býsna skemmtilegt,“ sagði hún og gantaðist með lit stjórnmálaflokkanna:

„Talað er um að hafa græna fingur þegar rækta á plöntur en ég er ekki frá því að rauðir fingur séu best til þess fallnir að rækta gróskufullt mannlífið því þeir taka lit sinn frá hjartanu.“

Ekki náttúrulögmál

Því næst gagnrýndi hún ríkisstjórnina, og þar sér í lagi fjármálaráðherra, fyrir stöðu heilbrigðiskerfisins.

„Í upphafi síðasta kjörtímabils var kjörorðið „innviðir“,“ sagði hún og hélt áfram:

„Því miður stöndum við enn frammi fyrir því að margir eru þeir orðnir býsna laskaðir.“

„Heilbrigðiskerfið okkar er vanfjármagnað og hefur verið um langt árabil. Nú erum við að missa okkar besta starfsfólk út úr kerfinu, starfsfólk sem við höfum tekið þátt í að mennta, á sama tíma og viðvarandi mönnunarvandi er í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún og sagði stjórnvöld hafa sýnt „skilningsleysi“.

Geðheilbrigðisúrræði væru af skornum skammti og hjúkrunarrými vantaði.

Snertir öll heimili landsins

Helga Vala lagði áherslu á að um pólitíska ákvörðun væri að ræða.

Þetta ástand snertir hvert einasta heimili í landinu og hverfur ekkert á meðan við bregðumst ekki við með verulega auknu fjárframlagi, ekki einu sinni, heldur til næstu ára.

„Virðulegur forseti – það er ekki náttúrulögmál að það ríki neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Það er pólísk ákvörðun að setja árum saman umtalsvert lægra hlutfall landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið en frændríki okkar á Norðurlöndum gera.“

mbl.is