„Mjög góður viðbragðstími“

„Mjög góður viðbragðstími“

Það tekur þyrlu Landhelgisgæslunnar um fjörutíu mínútur að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli, til Reynisfjöru, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 

„Mjög góður viðbragðstími“

Banaslys í Reynisfjöru 10. júní | 11. júní 2022

„Stjórnvöld hafa stigið stór skref í að styrkja Landhelgisgæsluna, með …
„Stjórnvöld hafa stigið stór skref í að styrkja Landhelgisgæsluna, með því að fjölga þyrluvöktum og endurnýja þyrlukostinn.“

Það tekur þyrlu Landhelgisgæslunnar um fjörutíu mínútur að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli, til Reynisfjöru, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 

Það tekur þyrlu Landhelgisgæslunnar um fjörutíu mínútur að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli, til Reynisfjöru, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 

Um klukkustund leið frá því að útkall barst frá lögreglunni á Suðurlandi, vegna slyssins í Reynisfjöru í gær, og þar til þyrla Landhelgisgæslunnar var mætt á staðinn og byrjuð að ná manninum upp úr sjónum. 

„Miðað við staðsetningu atburðarins var þetta mjög góður viðbragðstími.“

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Miða við klukkutíma en eru bara hálftíma

Ásgeir bendir á að hjá Landhelgisgæslunni sé bakvaktakerfi. Þannig eru flugmenn á bakvakt, en ekki staddir í vinnunni, þegar útkall berst. Þeir þurfi þá að komast upp á flugvöll og klæða sig í búnað, áður en þyrlan getur tekið af stað. 

„Við miðum við að það geti liðið klukkustund frá því að útkall berst og þar til við komumst í loftið. Að meðaltali hefur þetta samt ekki tekið nema tuttugu mínútur til hálftíma.“

Ásgeir viðurkennir að sennilega væri betra í vissum tilvikum að vera með staðarvakt, en í þessu tilfelli hefði viðbragðið ekki verið betra þó að flugmennirnir hefðu verið á staðnum, enda þyrlan komin í loftið tuttugu mínútum frá útkalli. 

„Stjórnvöld hafa stigið stór skref í að styrkja Landhelgisgæsluna, með því að fjölga þyrluvöktum og endurnýja þyrlukostinn.“ 

mbl.is