Alltaf í blazer-jakka af afa sínum

Fatastíllinn | 12. júní 2022

Alltaf í blazer-jakka af afa sínum

Mía Svavarsdóttir er 24 ára Akureyrarmær, sem er um þessar mundir búsett í Hollandi, þar sem hún stundar BA-nám í Creative Business International Media and Entertainment. Samhliða náminu starfar Mía við markaðssetningu hjá ráðningarfyrirtækinu Tielman Recruitment. Mía er sérlega smekkleg. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem blöndu af skandinavískum og gamaldags stíl. 

Alltaf í blazer-jakka af afa sínum

Fatastíllinn | 12. júní 2022

Mía Svavarsdóttir í blazer-jakka frá afa sínum.
Mía Svavarsdóttir í blazer-jakka frá afa sínum. Ljósmynd/Aðsend.

Mía Svavarsdóttir er 24 ára Akureyrarmær, sem er um þessar mundir búsett í Hollandi, þar sem hún stundar BA-nám í Creative Business International Media and Entertainment. Samhliða náminu starfar Mía við markaðssetningu hjá ráðningarfyrirtækinu Tielman Recruitment. Mía er sérlega smekkleg. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem blöndu af skandinavískum og gamaldags stíl. 

Mía Svavarsdóttir er 24 ára Akureyrarmær, sem er um þessar mundir búsett í Hollandi, þar sem hún stundar BA-nám í Creative Business International Media and Entertainment. Samhliða náminu starfar Mía við markaðssetningu hjá ráðningarfyrirtækinu Tielman Recruitment. Mía er sérlega smekkleg. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem blöndu af skandinavískum og gamaldags stíl. 

Mía er dugleg að deila fallegum dressum á Instagram-reikningi sínum, en auk þess hefur hún búið til stutt myndbönd á TikTok þar sem hún deilir dressum vikunnar.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það fer eftir tilefninu, en ég gríp oftast til blazer-jakka sem yfirhöfn. Ég á nokkra, sem ég erfði frá afa mínum, sem passa við ýmis tilefni. Þeir eru skemmtilegir til að fá ákveðinn stíl,“ segir Mía. Henni þykir oft ákveðin flík standa upp úr, annað hvort í lit eða stíl, og segir þá flík vera punktinn yfir i-ið þegar kemur að fatasamsetningu dagsins. Mía segist oft falla fyrir fatnaði sem standa upp úr, en á sama tíma leggur hún mikla áherslu á þægindi. 

Samsett mynd.

Hvernig klæðir þú þig við fín tilefni?

„Þá yfirleitt hendi ég mér í hæla. Mér finnst þeir oft geta gert hversdagslegan fatnað sparilegan og poppa upp á hann. Svo finnst mér áberandi skartgripir oft geta gert mikið, en ég á eitt hálsmen sem vinkona mín hannaði sem ég nota mikið þegar ég er að fara eitthvert fínt.“

Samsett mynd.

Mía segist vera með mikið af „vintage“ fatnaði í fataskáp sínum. „Meirihlutinn í fataskápnum mínum eru gamaldags skyrtur og blazer-jakkar, en svo á ég margar gallabuxur. Engar tvennar eru eins, en flestar eru víðar mömmubuxur,“ segir hún. Mía heldur mikið upp á hvítar flíkur en þykir gaman að bæta við alls kyns litum til að setja punktinn yfir i-ið. 

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

„Það eru klárlega blazer-jakkarnir sem ég fékk frá afa mínum. Ég klæðist þeim daglega og finnst blazer-jakkar alltaf vera í tísku, enda klassískir. Svo eru jakkafatabuxurnar sem ég keypti í Rauða krossinum hér heima fyrir þremur árum í miklu uppáhaldi, enda mikið notaðar.“

Samsett mynd.

Aðspurð segist Mía vera sérstaklega hrifin af flíkum úr hörefni fyrir sumarið. „Ég nældi mér í hörbuxur sem ég er strax byrjuð að nota mikið, en ég væri til í fleiri hörtoppa og -kjóla fyrir sumarið enda klassískt og þægilegt fyrir hlýrra veðurfar,“ segir Mía. Hún segir flotta sandala og hæla einnig vera á óskalista fyrir sumarið. „Síð pils eru líka á óskalista sem hægt er að para við hversdagslega toppa, en svo langar mig í heklaðan topp til að vera í við gallabuxur.“

Samsett mynd.

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Mér finnst GANNI, Paloma Wool og Acne studios mjög flott merki, en þar sem ég er námsmaður get ég ekki oft verslað í þessum dýru búðum. Ég er dugleg að heimsækja Rauða kross-búðir hérna úti og fara á markaði. Þar finn ég oft miklar gersemar,“ segir Mía. 

Samsett mynd.

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Ég myndi líklega velja mér einhverja flík frá Acne studios og Chanel-sandala. Mér finnst þeir svo tímalausir og flottir.“

Hver finnst þér vera best klædda konan í heiminum í dag?

„Líklega Matilda Djerf eða Bella Hadid. Ég dýrka klassíska, þægilega og einfalda stílinn hennar Matildu Djerf, og hef gaman af sérstökum og ögrandi stíl Bellu Hadid. Fyrir mér væri blanda af hvoru tveggja fullkomið.“

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

Mía notar forritið Pinterest mikið til þess að sækja sér innblástur. „Ég nota Pinterest á hverjum degi, en þar skoða ég innblástur sem ég safna svo saman í möppu fyrir tilefnið sem ég er að fara í. Stundum skrolla ég svo bara til þess að fá nýjar hugmyndir. Mér finnst það klárlega hjálpa, og svo geri ég mína eigin útgáfu af þeim fötum sem mér líst vel á. 

Er eitthvað sem þú myndir aldrei fara í?

„Já það eru vissulega föt sem ég myndi aldrei fara í. Flíspeysur hafa til dæmis aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og ég myndi alveg sleppa þeim í dag.“

Hver eru verstu fatakaupin?

„Ætli það sé ekki dúnúlpa sem ég eyddi morðfjár í en notaði svo ekki mikið. Ég er alls ekki á móti dúnúlpum en ég notaði aðrar yfirhafnir mun meira. Mér finnst mikilvægt að reyna að sjá notagildi í klæðnaði frekar en að kaupa alltaf það dýrasta.“

mbl.is