Takmarka frelsi fólks með Covid-smáforriti

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2022

Takmarka frelsi fólks með Covid-smáforriti

Yfirvöld í Henan-héraði í Kína eru grunuð um að hafa takmarkað frelsi fólks með því að nota Covid-heilsusmáforrit með ólöglegum hætti í kjölfar mótmæla eftir að fjórir bankar í héraðinu frystu inneignir viðskiptavina sinna. BBC greinir frá.

Takmarka frelsi fólks með Covid-smáforriti

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2022

Fólk getur losnað við rauða kóðann með því að gangast …
Fólk getur losnað við rauða kóðann með því að gangast undir tvö Covid-próf. AFP

Yfirvöld í Henan-héraði í Kína eru grunuð um að hafa takmarkað frelsi fólks með því að nota Covid-heilsusmáforrit með ólöglegum hætti í kjölfar mótmæla eftir að fjórir bankar í héraðinu frystu inneignir viðskiptavina sinna. BBC greinir frá.

Yfirvöld í Henan-héraði í Kína eru grunuð um að hafa takmarkað frelsi fólks með því að nota Covid-heilsusmáforrit með ólöglegum hætti í kjölfar mótmæla eftir að fjórir bankar í héraðinu frystu inneignir viðskiptavina sinna. BBC greinir frá.

Margir viðskiptavinir bankanna, sem höfðu reynt að taka út peninga, hafa greint frá að þeir hafi verið þvingaðir í einangrun og meinað að nota almenningssamgöngur og koma inn í opinberar byggingar eftir að hafa fengið rauðan kóða í gegnum heilsusmáforritið.

Smáforritið er notað í mörgum héruðum í Kína í þeim tilgangi að kanna hvort fólk hafi verið útsett fyrir Covid-19 áður en það fer inn á veitingastaði, í verslanir eða notar almenningssamgöngur. Fólk þarf þá að skanna QR-kóða sem sýnir heilsufarslega stöðu þess. Ef fólk fær rauðan kóða þýðir það að það hafi verið útsett fyrir Covid eða hafi nýlega greinst með smit. Þá þarf viðkomandi að fara í 14 daga einangrun.

Fá upp rauðan kóða án skýringa 

Viðskiptavinir bankanna fjögurra í Henan-héraði virðast hins vegar hafa lent í því að fá upp rauðan kóða, þrátt fyrir að hafa hvorki verið útsettir fyrir Covid né greinst með smit. Ættingjar viðskiptavina virðast einnig lenda í þessu, þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt Henan-héraði.

Starfsmaður hjá heilbrigðisnefnd Zhengzhou, höfuðborgar Henan-héraðs, staðfestir í samtali við BBC að margir viðskiptavinir bankanna hafi lent í þessum vandræðum. Ákveðið ástand hafi komið upp og að fólk verði að hafa samband við yfirvöld í nærumhverfi sínu til að breyta skráningunni. Þá losni fólk úr einangrun ef það gengst undir tvö Covid-próf á þremur dögum.

Uppákoman hefur vakið upp spurningar um öryggi smáforrita sem þessara og hve auðveldlega sé hægt að misnota þau.

Vinsæll kínverskur fréttaskýrandi, Hu Xijin, hefur fjallað um málið og sagt það klárt brot á lögum að nota smáforritið með þessum hætti. Það geti einnig haft áhrif á samstöðu fólks í baráttunni gegn Covid-faraldrinum.

mbl.is