Tillögur að aðgerðum í nýrri skýrslu

Kórónuveiran COVID-19 | 14. júní 2022

Tillögur að aðgerðum í nýrri skýrslu

Starfshópur sem ríkisstjórnin fól að vinna tillögur um félags- og heilsufarslegar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á viðkvæma hópa hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra.

Tillögur að aðgerðum í nýrri skýrslu

Kórónuveiran COVID-19 | 14. júní 2022

Beðið eftir skimun vegna kórónuveirunnar.
Beðið eftir skimun vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Karítas

Starfshópur sem ríkisstjórnin fól að vinna tillögur um félags- og heilsufarslegar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á viðkvæma hópa hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra.

Starfshópur sem ríkisstjórnin fól að vinna tillögur um félags- og heilsufarslegar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á viðkvæma hópa hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra.

Í skýrslunni eru settar fram tillögur að sértækum aðgerðum sem hafa að markmiði að draga úr neikvæðum langtímaáhrifum faraldursins á viðkvæma hópa í íslensku samfélagi. Tillögurnar ráðast af vísbendingum um að áhrif faraldursins geti orðið langvinn ef ekki er brugðist við til skamms tíma, að því er segir í tilkynningu.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að veita 1 milljarð króna til aðgerða á árinu 2023 sem byggja á tillögum starfshópsins. Í apríl síðastliðnum ákvað ríkisstjórnin að veita allt að 750 milljónir króna til sértækra aðgerða á yfirstandandi ári.

Í tengslum við gerð fjármálaáætlunar leitaði starfshópurinn eftir sjónarmiðum ráðuneyta um þörf fyrir framhald aðgerða á árinu 2023 til að mæta langtímaáhrifum faraldursins.  

Aðgerðirnar hafa að markmiði að auka virkni viðkvæmra hópa í samfélaginu, koma í veg fyrir og rjúfa einmannaleika og félagslega einangrun eldra fólks og fatlaðra, auka þjónustu við langtímaatvinnulausa, styðja við geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónustu og beita auknum forvörnum og þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis.

Þá gerir starfshópurinn tillögur um áframhaldandi aðgerðir til að bregðast við lengri biðtíma í úrræði á vegum stjórnvalda fyrir börn, meðal annars hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð og Barna- og fjölskyldustofu og aðgerðir innan framhaldsskóla í tengslum við aukið brotthvarf frá námi, sálfræðiþjónustu og náms- og starfsráðgjöf.

mbl.is