Meiri þróttur í ferðaþjónustu en spáð var

Ferðamenn á Íslandi | 15. júní 2022

Meiri þróttur í ferðaþjónustu en spáð var

Þegar Pétur Þ. Óskarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu haustið 2018 skilaði ferðaþjónustan metári. Síðan féll WOW Air. Ferðamönnum fækkaði og þegar árið 2020 gekk í garð varð algjört hrun í greininni vegna heimsfaraldurs.

Meiri þróttur í ferðaþjónustu en spáð var

Ferðamenn á Íslandi | 15. júní 2022

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Kristinn Magnússon

Þegar Pétur Þ. Óskarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu haustið 2018 skilaði ferðaþjónustan metári. Síðan féll WOW Air. Ferðamönnum fækkaði og þegar árið 2020 gekk í garð varð algjört hrun í greininni vegna heimsfaraldurs.

Þegar Pétur Þ. Óskarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu haustið 2018 skilaði ferðaþjónustan metári. Síðan féll WOW Air. Ferðamönnum fækkaði og þegar árið 2020 gekk í garð varð algjört hrun í greininni vegna heimsfaraldurs.

Pétur segir í viðtali við ViðskiptaMoggann að ferðaþjónustan hafi náð vopnum sínum hraðar en nokkur þorði að vona. Því sé raunhæft að hingað komi um þrjár milljónir erlendra ferðamanna 2030, eða 700 þúsund fleiri en metárið 2018.

Stærstu greinarnar í vexti

Pétur segir aukna vitund um Ísland skila sér í fleiri tækifærum fyrir allar útflutningsgreinarnar.

Íslandsstofa hyggist láta kné fylgja kviði og meðal annars ráða viðskiptafulltrúa í London í sumar. Nú þegar hafi 25 íslensk fyrirtæki hafið samstarf um leit að nýjum erlendum mörkuðum. Unnið sé að þeim verkefnum í Bandaríkjunum, í Kanada, í Asíu, á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Pétur kveðst sannfærður um að framundan sé framfaraskeið með varanlega fjölbreyttari atvinnuvegum og meiri verðmætasköpun.

Máli sínu til stuðnings bendir Pétur á að græna orkan verði sífellt verðmætari. Hugverkageirinn sé í örum vexti og sjávarútvegurinn hafi vaxið með frábæru markaðsstarfi við krefjandi aðstæður í faraldrinum og fiskeldinu, sem sé í raun ný útflutningsgrein.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

mbl.is