Alvarleg Covid-veikindi aukast verulega

Kórónuveiran Covid-19 | 16. júní 2022

Alvarleg Covid-veikindi aukast verulega

Innlögnum sjúklinga með Covid-19 hefur fjölgað verulega en 27 einstaklingar liggja nú á Landspítala með eða vegna Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda.

Alvarleg Covid-veikindi aukast verulega

Kórónuveiran Covid-19 | 16. júní 2022

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Innlögnum sjúklinga með Covid-19 hefur fjölgað verulega en 27 einstaklingar liggja nú á Landspítala með eða vegna Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda.

Innlögnum sjúklinga með Covid-19 hefur fjölgað verulega en 27 einstaklingar liggja nú á Landspítala með eða vegna Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á vef embættis landlæknis.

Flestir ekki smitast áður

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist að undanförnu en nú greinast opinberlega um og yfir 200 manns á dag.

„Líklega er fjöldinn meiri því margir greinast með heimaprófi og fá ekki greininguna staðfesta með opinberu prófi,“ segir í tilkynningu Þórólfs. 

Þar tekur hann fram að flestir þeir sem greinst hafa undanfarið hafa ekki smitast áður af kórónuveirunni. Endursmit eru undir 10% af daglegum greindum smitum.

Alvarleg veikindi helst hjá þeim sem hafa fengið færri en fjórar sprautur

Þórólfur segir að flestir þeirra sem liggja inni vegna Covid-19 séu eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar.

„Þetta er í samræmi við niðurstöðu erlendra rannsókna um að fjórði bólusetningarskammtur minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19,“ skrifar Þórólfur sem hvetur fólk til þess að gæta að sóttvörnum: forðast fjölmenni, halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og nota andlitsgrímu þegar sóttvörnum verður ekki við komið. Sérstaklega hvetur hann fólk sem hefur náð áttræðisaldri og/eða er með undirliggjandi sjúkdóma til þess að fylgja þessum tilmælum. 

„Einnig eru allir þeir sem eru óbólusettir hvattir til að þiggja bólusetningu. Einstaklingar 80 ára og eldri og heimilismenn á hjúkrunarheimilum eru hvattir til að þiggja fjórða skammt bólusetningar. Yngri einstaklingar sem telja sig geta verið viðkvæma fyrir COVID-19 eru einnig hvattir til að fá fjórða skammt bólusetningarinnar. Bólusetning minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.“

mbl.is