Festast lengur á leigumarkaði en ella

Húsnæðismarkaðurinn | 16. júní 2022

Festast lengur á leigumarkaði en ella

Nýjasta útspil Seðlabanka Íslands hvað varðar lækkun veðsetningarhlutfalls verður til þess að einhverjir munu festast lengur á leigumarkaði en ella. Því er mikilvægt að farið sé í umbætur á leigumarkaði með aukningu framboðs, endurskoðun stuðnings og svokallaðri leigubremsu. Þetta segir Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).

Festast lengur á leigumarkaði en ella

Húsnæðismarkaðurinn | 16. júní 2022

Erfiðara er fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á fasteignamarkaðinn …
Erfiðara er fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á fasteignamarkaðinn með þeim breytingum sem Seðlabankinn kynnti í gær. mbl.is/Hákon Pálsson

Nýjasta útspil Seðlabanka Íslands hvað varðar lækkun veðsetningarhlutfalls verður til þess að einhverjir munu festast lengur á leigumarkaði en ella. Því er mikilvægt að farið sé í umbætur á leigumarkaði með aukningu framboðs, endurskoðun stuðnings og svokallaðri leigubremsu. Þetta segir Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).

Nýjasta útspil Seðlabanka Íslands hvað varðar lækkun veðsetningarhlutfalls verður til þess að einhverjir munu festast lengur á leigumarkaði en ella. Því er mikilvægt að farið sé í umbætur á leigumarkaði með aukningu framboðs, endurskoðun stuðnings og svokallaðri leigubremsu. Þetta segir Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).

Eins og Seðlabanki Íslands kynnti í gær ætlar bankinn að lækka há­mark veðsetn­ing­ar­hlut­falls fast­eignalána fyr­ir fyrstu kaup­end­ur úr 90% í 85%. Róbert segir að ASÍ telji tillögurnar „að einhverju leyti skynsamlegar“ en að það hefði í raun þurft að grípa til þeirra fyrr.

 „Við mátum þær aðgerðir sem farið var í á síðasta ári þannig að þær myndu ekki hafa mikil áhrif. Nú eru tekin stærri skref,“ segir Róbert.

Þurfi að skoða kaup á annarri og þriðju eign

Hann bendir á að Alþýðusambandið hafi kallað eftir því að tekið sé til skoðunar hvort Seðlabankinn geti dempað þá spurn sem er eftir kaupum á annarri og þriðju fasteign til útleigu.

„Það þarf auðvitað bara að skoða umfangið á þeim hreyfingum og líta til þess að Seðlabankinn hefur mjög ríkar heimildir til þess að bregðast við svo þetta er eitt af því sem þyrfti að skoða líka,“ segir Róbert.

Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.
Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Mynd/ASÍ

Hafa áhyggjur af þeim sem hafa skuldsett sig mikið

Mikilvægast segir hann þó að bregðast við á leiguhliðinni vegna þess að með fyrrnefndu lækkuðu veðsetningarhlutfalli sé verið að setja takmörk á það að fólk geti keypt sína fyrstu fasteign.

Þetta mun væntanlega þýða að fólk festist lengur á leigumarkaði en ella?

„Já. Það er beinlínis afleiðing aðgerðanna. Þess vegna er líka mikilvægt að það sé farið í umbætur þar: Að auka framboðið, endurskoða stuðninginn og koma á leigubremsu eins og átakshópur stjórnvalda lagði til.“

Aðspurður segir Róbert það lausnina til langs tíma að auka við framboðið á húsnæðismarkaði.

Hagfræðideild Landsbankans spáði því í morgun að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bank­ans um 0,75 pró­sentu­stig í næstu viku. Slíkt hefur t.a.m. áhrif á vexti húsnæðislána. Spurður hvort ASÍ hafi einhverjar áhyggjur af mögulegri stýrivaxtahækkun segir Róbert:

„Við höfum haft áhyggjur af fólki sem hefur skuldsett sig mikið og áhrifum sem vextirnir hafa þar á. Í bland við stöðuna og aðra verðbólgu.“

mbl.is