Glíma við faraldur óþekkts iðrasjúkdóms

Norður-Kórea | 16. júní 2022

Glíma við faraldur óþekkts iðrasjúkdóms

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast glíma við faraldur af óþekktum bráðum iðrasjúkdómi til viðbótar við Covid-19 faraldurinn. Sérfræðingar telja að um kóleru eða taugaveiki geti verið að ræða.

Glíma við faraldur óþekkts iðrasjúkdóms

Norður-Kórea | 16. júní 2022

Kim Jong-un hefur fyrirskipað allir sem smitast skuli sæta einangrun.
Kim Jong-un hefur fyrirskipað allir sem smitast skuli sæta einangrun. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast glíma við faraldur af óþekktum bráðum iðrasjúkdómi til viðbótar við Covid-19 faraldurinn. Sérfræðingar telja að um kóleru eða taugaveiki geti verið að ræða.

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast glíma við faraldur af óþekktum bráðum iðrasjúkdómi til viðbótar við Covid-19 faraldurinn. Sérfræðingar telja að um kóleru eða taugaveiki geti verið að ræða.

BBC greinir frá.

Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, hefur fyrirskipað að þeir sem smitast af sjúkdómum sæti einangrun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Lyf hafa verið send til borgarinnar Haeju þar sem útbreiðslan er hvað mest.

Ekki hefur verið greint frá því hve margir hafa veikst eða um hvaða sjúkdóm er að ræða en vísað er til einkenna frá meltingarfærum.

Suður-Hwanghae-hérað, þar sem borgin Haeju er staðsett, er helsta landbúnaðarsvæði Norður-Kóreu. Óttast er að útbreiðsla sjúkdómsins á svæðinu kunni að auka enn á matvælaskort í landinu.

Lýstu yfir neyðarástandi vegna sótthita 

Í maí síðastliðnum var lýst yfir neyðarástandi í Norður-Kóreu vegna þess að milljónir íbúa þjáðust af sótthita, sem talið er að hafi verið Covid-19. Vegna skorts á sýnatökubúnaði hefur þó ekki verið hægt að staðfesta fjölda tilfella í landinu.

Í dag var engu að síður greint frá 26.010 nýjum tilfellum af sótthita, en talið er að tilfelli af Covid-19 séu töluvert fleiri en yfirvöld gefa upp. Þá eru 73 sagðir hafa látist vegna Covid-19, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óttast að ástandið sé enn verra. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er mjög bágborið og hafa yfirvöld hafnað tilboðum erlendra um bólefni fyrir íbúana.

mbl.is