Elskar rokkaraboli og silkikjóla

Fatastíllinn | 18. júní 2022

Elskar rokkara boli og silkikjóla

Selma Soffía Guðbrandsdóttir er með skemmtilegan fatastíl, en í fataskáp hennar má finna fjölbreyttar flíkur, allt frá rokkaralegum bolum yfir í fína silkikjóla. Selma býr í Marbella á Spáni, þar sem hún starfar hjá fyrirtæki sem leigir út lúxusvillur. Hún flutti til Barcelona á Spáni fyrir tveimur árum til að fara í mastersnám í mannauðsstjórnun og varð í kjölfarið heilluð af Spáni.

Elskar rokkara boli og silkikjóla

Fatastíllinn | 18. júní 2022

Ljósmynd/Aðsend.

Selma Soffía Guðbrandsdóttir er með skemmtilegan fatastíl, en í fataskáp hennar má finna fjölbreyttar flíkur, allt frá rokkaralegum bolum yfir í fína silkikjóla. Selma býr í Marbella á Spáni, þar sem hún starfar hjá fyrirtæki sem leigir út lúxusvillur. Hún flutti til Barcelona á Spáni fyrir tveimur árum til að fara í mastersnám í mannauðsstjórnun og varð í kjölfarið heilluð af Spáni.

Selma Soffía Guðbrandsdóttir er með skemmtilegan fatastíl, en í fataskáp hennar má finna fjölbreyttar flíkur, allt frá rokkaralegum bolum yfir í fína silkikjóla. Selma býr í Marbella á Spáni, þar sem hún starfar hjá fyrirtæki sem leigir út lúxusvillur. Hún flutti til Barcelona á Spáni fyrir tveimur árum til að fara í mastersnám í mannauðsstjórnun og varð í kjölfarið heilluð af Spáni.

Selma lýsir fatastíl sínum sem blöndu af flottum og götustíl. „Ef ég finn eitthvað sem ég elska þá kaupi ég það. Mér finnst stíllinn minn í rauninni ekki vera bundinn neinum reglum.“ Selma segist eiga mikið af alls kyns buxum, skyrtum og kjólum en hún hefur sérstakt dálæti á blazer-jökkum og á slatta af þeim.

View this post on Instagram

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

„Ég er alltaf í mismunandi fötum hvern dag. Stundum get ég verið alveg svartklædd en aðra daga er ég í blómakjól.“ Selma segist alltaf vera tiltölulega fínt klædd, „ef ég er að fara eitthvert út, skelli ég mér kannski í hæla til að poppa upp útlitið.“

Ljósmynd/Aðsend.

Hvað er í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

„Nýjustu Gucci sólgleraugun mín eru í miklu uppáhaldi, en svo elska ég litrík föt og sett. Ég keypti mér nýlega æðislegan hvítan blazer-jakka úr hör í Zöru sem ég er virkilega ánægð með.“

View this post on Instagram

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

Selma segist vera opin fyrir flestum stílum og fatnaði en viðurkennir að hún sé ekki oft í stuttum toppum, stuttbuxum eða pilsum. „Það er reyndar bara tilviljun þar sem ég vil meina að ég hafi bara ekki fundið þau réttu.“

„Þar sem ég er með línur, tiltölulega stór brjóst og rass finnst mér mjög margt sem ég gæti ekki klæðst sem er mjög flott á grannvaxnari konum. En mér finnst ekkert endilega leiðinlegt við það, því svo er margt sem klæðir þær ekki endilega vel sem klæðir mig vel. Mér finnst gaman að vera sérstök,“ segir Selma. 

View this post on Instagram

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Mín uppáhaldstískuhús eru Jacquemus og Gucci.“ Selma er með langan óskalista fyrir sumarið, en efst á listanum er taska frá uppáhaldsmerkinu hennar. „Ég mun líklegast kaupa mér Jacquemus-tösku í sumar.“

„Ég versla oftast föt í Zöru, Bershku og stundum NA-KD, en ég elska líka dýrari, sjálfbær merki eins og Ganni, Djerf Avenue og Frankie shop. Svo dýrka ég góðar búðir með notaðan fatnað.“

View this post on Instagram

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

„Ég er mjög hrifin af hvítum flíkum. Mér finnst ég geisla í þeim. Annars er ég mjög litaglöð og ef ég þyrfti að velja held ég að bleikur væri uppáhaldsliturinn. Appelsínugulur kemur svo sterkt á eftir.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Þetta er klárlega uppáhaldsspurningin mín. Ég myndi kaupa mér Dionysus Gucci-tösku, Dior tote-tösku, Gucci „loafers“ og Yves Saint Laurent-veski.“

Selma heldur mikið upp á stíl fyrirsætunnar Hailey Bieber og segist fá mikinn innblástur frá henni. Aðspurð segir hún Hailey Bieber og stílista hennar, Meave Reilley vera best klæddu konurnar í dag. 

Ljósmynd/Aðsend.

"Ég fæ mikinn innblástur frá Instagram en þar fylgi ég mörgum ótrúlega flottum stelpum sem eru allar með sinn eigin stíl. Út frá því fæ ég svo mínar eigin hugmyndir. Pinterest er líka alltaf klassík fyrir innblástur, en þar er ég með stóra möppu fulla af hugmyndum að mismunandi fatasamsetningum.“

mbl.is