Söfnun hafin til kaupa á öflugri björgunarbáti

Söfnun hafin til kaupa á öflugri björgunarbáti

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) í samráði við Landsbjörg hafa hafið söfnun til kaupa á öflugri björgunarbáti og fjóra farstýrða björgunarhringi fyrir björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal.

Söfnun hafin til kaupa á öflugri björgunarbáti

Banaslys í Reynisfjöru 10. júní | 18. júní 2022

Meðal annars á að kaupa fjóra farstýrða björgunarhringi.
Meðal annars á að kaupa fjóra farstýrða björgunarhringi. mbl.is/Jónas Erlendsson

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) í samráði við Landsbjörg hafa hafið söfnun til kaupa á öflugri björgunarbáti og fjóra farstýrða björgunarhringi fyrir björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) í samráði við Landsbjörg hafa hafið söfnun til kaupa á öflugri björgunarbáti og fjóra farstýrða björgunarhringi fyrir björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal.

Þetta kemur fram í færslu Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanni SAF, í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/RAX

Þar segir hún að markmiðið sé að safna tólf milljónum króna og hafa nú þegar borist framlög upp á tæplega sex milljónir frá SAF og níu fyrirtækjum, stórum sem smáum.

„Á Íslandi leynast að sjálfsögðu margar hættur, en Reynisfjara sker sig algjörlega úr þegar kemur að tíðni slysa og ekki síst banaslysa. Af umræðunni síðustu daga má ráða að það er hægara sagt en gert að bregðast við og auka öryggi ferðamanna í fjörunni,“ segir í færslunni.

„Ólíklegt að einstaklingar bjargist ef aldan læsir klónum í þá“

Þá segir Bjarnheiður að fjölmargir aðilar þurfi að komast að samkomulagi um hvað eigi að gera, hvernig, hvenær og hver beri að lokum ábyrgð. Það muni að öllum líkindum taka langan tíma.

„Lífslíkur þeirra sem fara út með öldu í Reynisfjöru eru afar litlar. Í þeim fimm banaslysum sem orðið hafa í Reynisfjöru síðan árið 2007, hefur dregið mjög af fólki á innan við fimmtán mínútum. Eins og staðan er í dag, er því afar ólíklegt að einstaklingar bjargist ef aldan læsir klónum í þá.“

Bjarnheiður segir SAF leggja áherslu á auknar forvarnir sem hægt er að koma í gagnið strax og betri björgum eftir að skaðinn er skeður.

Hún skorar á ferðaþjónustufyrirtæki, önnur fyrirtæki sem eiga viðskipti við ferðamenn, og alla þá sem vilja leggja málefninu lið að senda tölvupóst á agust@saf.is með nafni og kennitölu ásamt upphæð.

mbl.is