Aftur opið hús í bólusetningar

Kórónuveiran COVID-19 | 20. júní 2022

Aftur opið hús í bólusetningar

Næstu tvær vikurnar verður opið hús í Mjóddinni fyrir bólusetningar við Covid-19. Aðallega er horft til fólks 80 ára og eldri og til þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. 

Aftur opið hús í bólusetningar

Kórónuveiran COVID-19 | 20. júní 2022

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir tók virkan þátt í bólusetningum fyrir Covid-19 …
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir tók virkan þátt í bólusetningum fyrir Covid-19 í Laugardalshöllinni á sínum tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næstu tvær vikurnar verður opið hús í Mjóddinni fyrir bólusetningar við Covid-19. Aðallega er horft til fólks 80 ára og eldri og til þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. 

Næstu tvær vikurnar verður opið hús í Mjóddinni fyrir bólusetningar við Covid-19. Aðallega er horft til fólks 80 ára og eldri og til þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. 

 „Við ætlum að bæta í bólusetningarnar hjá okkur en það er ofboðslega mikil aðsókn 80 ára og eldri í fjórða skammtinn af bólefni fyrir Covid-19. Allt er uppbókað á heilsugæslustöðum,“ segir Ragnheiður.

 „Á morgun byrjum við með opið hús næstu tvær vikunnar í Álfabakka 14a, við hliðina á Subway. Þar ætlum við að vera með opið hús á milli eitt og þrjú og það þarf ekki að bóka tíma, bara mæta á staðinn. Við erum að reyna að horfa á 80 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem er búið að fá þriðja skammtinn af bóluefni við Covid-19."

Veikindi aukast hjá eldra fólki

„Það er töluvert af eldra fólki sem þarf að leggjast inn á Landspítalann sem fær mikil einkenni. Við viljum ná fólki þessar tvær vikur áður en allt brestur í sumarfrí hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn fóður fyr­ir kór­ónu­veiruna í ís­lensku sam­fé­lagi og að greini­lega sé til staðar hóp­ur af eldra fólki sem get­ur smit­ast og jafn­vel veikst al­var­lega.

mbl.is