Þær best klæddu á Ascot

Fatastíllinn | 20. júní 2022

Þær best klæddu á Ascot

Ascot-veðhlaupið var haldið hátíðlegt á dögunum en síðast þegar hlaupið var haldið giltu harðar samkomutakmarkanir og því lítið um fjör. Ljóst er að breska elítan hefur saknað þess að klæða sig upp á, sýna sig og sjá aðra.

Þær best klæddu á Ascot

Fatastíllinn | 20. júní 2022

Katrín hertogynja vakti athygli fyrir smekklegan klæðaburð á bresku Ascot …
Katrín hertogynja vakti athygli fyrir smekklegan klæðaburð á bresku Ascot veðreiðunum. AFP

Ascot-veðhlaupið var haldið hátíðlegt á dögunum en síðast þegar hlaupið var haldið giltu harðar samkomutakmarkanir og því lítið um fjör. Ljóst er að breska elítan hefur saknað þess að klæða sig upp á, sýna sig og sjá aðra.

Ascot-veðhlaupið var haldið hátíðlegt á dögunum en síðast þegar hlaupið var haldið giltu harðar samkomutakmarkanir og því lítið um fjör. Ljóst er að breska elítan hefur saknað þess að klæða sig upp á, sýna sig og sjá aðra.

Katrín hertogaynja vakti mestu athyglina fyrir að vera í klassískum doppóttum kjól frá Alessöndru Rich sem líktist mjög kjól sem Díana var í á veðreiðunum forðum daga. Þá var Carrie Johnson, eiginkona Boris Johnson, í stílhreinum hvítum sumarkjól frá Emiliu Wickstead.

Fólk þarf að fylgja ýmsum reglum um klæðnað. Karlar eiga að vera með pípuhatt og gæta þess að hann halli hvorki of mikið aftur né fram. Þá þykir það kurteisi að taka ofan þegar fólki er heilsað.

Pilsfaldur kvenna má ekki ná upp fyrir hné. Hlýrar verða að vera um tveir sentímetrar að breidd og hlýralausir kjólar og bolir eru bannaðir. Gegnsæir hlýrar og ermar eru ekki leyfðar. Það má vera í jökkum eða með sjal en kjólarnir undir verða samt að fylgja settum reglum. Þá má ekki sjást í bert á milli og alltaf verður að bera hatt eða viðeigandi höfuðskraut.

Það er ákveðin listgrein fyrir konur að líta vel út með hatt og mæla stílistar með að konur haldi hárgreiðslunni einfaldri þegar bera á hatt á höfði. Lágir snúðar eða slegið hár er því vinsælast.

Katrín hertogynja ásamt Vilhjálmi prins. Katrín klæddist fallegum doppóttum kjól …
Katrín hertogynja ásamt Vilhjálmi prins. Katrín klæddist fallegum doppóttum kjól úr smiðju Alessöndru Rich. AFP
Klæðnaður Katrínar hertogynju líktist mjög því sem Díana klæddist á …
Klæðnaður Katrínar hertogynju líktist mjög því sem Díana klæddist á veðreiðunum forðum daga. Samsett mynd
Carrie Johnson eiginkona Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þótti afar smekkleg …
Carrie Johnson eiginkona Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þótti afar smekkleg í hvítum kjól frá Emiliu Wickstead og hatt í stíl. Kjóllinn kostar um 200 þúsund krónur en talið er að hún hafi leigt hann fyrir tilefnið en henni er umhugað um umhverfið. Hér er hún ásamt vinkonu sinni Sam Bailey. AFP
Hattur Carrie Johnson vakti athygli en það eru hestar á …
Hattur Carrie Johnson vakti athygli en það eru hestar á honum. AFP
Sjónvarpsþáttastjórinn Holly Willoughby var í öllu bleiku, í stíl við …
Sjónvarpsþáttastjórinn Holly Willoughby var í öllu bleiku, í stíl við persónuleika sinn. Kjóllinn er frá Suzannah London. Hatturinn frá Philip Treacy. Skjáskot/Instagram
Breska leikkonan Helen George sem þekkt er úr þáttunum Call …
Breska leikkonan Helen George sem þekkt er úr þáttunum Call The Midwife var í kjól frá Temperley London og með veski frá Anya Hindmarch. Skjáskot/Instagram
Zara Phillips og Sophie hertogynja af Wessex voru með afar …
Zara Phillips og Sophie hertogynja af Wessex voru með afar skrautlega hatta. AFP
Fyrirsætan Hana Cross þótti með þeim best klæddu á Ascot …
Fyrirsætan Hana Cross þótti með þeim best klæddu á Ascot veðreiðunum í ár. Hún er í kjól frá Alessandra Rich og hatt frá Monique Lee Millinery. Skjáskot/Instagram
Sjónvarpsstjarnan Georgia Toffolo vakti athygli í gullkjól með svart pallíettu …
Sjónvarpsstjarnan Georgia Toffolo vakti athygli í gullkjól með svart pallíettu veski í laginu eins og skel. Þarna mátti greina anda níundaáratugarins. Skjáskot/Instagram
Beatrice prinsessa og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi létu sig …
Beatrice prinsessa og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi létu sig ekki vanta. AFP
mbl.is